þriðjudagur, apríl 20, 2004
Það sem Rósa Elísabet sagði ekki frá
Það var nefnilega þegar Rósa Elísabet átti að fara að sofa. Hún var búin að liggja einhverja smástund í rúminu og trekkja upp spiladósina og hjala eins og hún gerir venjulega, og svo fór hún að kalla á mömmu sína. Það gerist oft einu sinni eða tvisvar þegar hún er að fara að sofa að snuddurnar "detta" á gólfið og þá rétti ég henni þær aftur. Nema þegar ég kem inn til hennar þá eru ekki bara allar fjórar snuddurnar á gólfinu heldur líka dúkkan, kisan, bangsinn, svínið, koddinn og sængin! Ég tíndi allt saman aftur upp í rúmið, sagði góða nótt og fór fram. Innan við mínútu seinna var aftur kallað og aftur sama sagan, rúmið gjörsamlega galtómt fyrir utan einn lítinn orm sem þóttist ekki ætla að fara að sofa. Þá útskýrði ég fyrir henni að það sem hér eftir færi á gólfið yrði að vera á gólfinu, það kæmi ekki aftur upp í rúmið. Það leist henni ekki á og ákvað frekar að fara bara að sofa, með sængina og koddann, tuskudýrin og snuddurnar allt saman hjá sér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli