laugardagur, nóvember 08, 2003
Alltaf sama sagan
Dagarnir feykjast út í buskann og heil vika liðin áður en við verður litið. Ég fór tvisvar til læknis í vikunni, fyrst var ég eitthvað vansæl og mamma lét athuga eyrun mín, þá var bara smá vökvi í eyrunum en ég átti að koma aftur ef ég yrði eitthvað meira lasin. Svo á fimmtudaginn var ég komin með 40 stiga hita, og þó mömmu grunaði að þetta væri bara pest, þá ákváðum við að láta samt skoða eyrun aftur til öryggis. Þau litu bara ágætlega út, en sama var ekki að segja um augað hennar mömmu, hún fékk einhverja sýkingu í það svo læknirinn lét hana fá augndropa. Við mamma vorum svo heima í gær, horfðum á Stubbana og sungum alls kyns lög. mér finnst til dæmis höfuð, herðar, hné og tær sérstaklega skemmtilegt þessa dagana. Ég var samt dálítið pirruð að hanga bara inni með mömmu allan daginn, sérstaklega af því ég gat eiginlega ekkert sofið. Við vorum báðar voða glaðar þegar pabbi kom heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli