miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Stórt knús
Þið getið hnýtt í Stubbana eins og þið viljið, en ég er nú samt búin að læra af þeim að segja "stórt knús" (dah-da) og knúsa svo mömmuna mína. Ég er á fullu að bæta við orðum núna, mamma og pabbi skilja þau reyndar ekki öll, en þau eru að læra. Eitt af nýju orðunum mínum er til dæmis heitt (ahh) og svo blæs ég á hitann. Það getur verið maturinn minn, eða ofn, eða bara eitthvað sem er heitt. Svo finnst mér líka stundum eins og maturinn sé heitur þegar hann er bara eitthað skrýtinn, með nýrri áferð eða bragði eða eitthvað þannig. Þá blæs ég og blæs, en samt breytist maturinn ekkert. Svo kann ég líka að blása eins og vindurinn úti, hann blæs sko með stút á munninum og stórum kinnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli