miðvikudagur, janúar 28, 2004
Hann átti afmæli í gær...
hann Sigurður Pétur, til hamingju með það elsku stóri bróðir. Á eftir kemur hann og opnar pakkann frá mér og þá fæ ég að knúsa hann. Annars getum við mamma lítið skrifað núna, að minnsta kosti lítið af viti, því við sváfum svo ósköp lítið síðustu tvær nætur. Ég er nefnilega með hræðilega eyrnabólgu í öðru eyranu mínu svo að það kom gat á hljóðhimnuna í gær. Ég er búin að fá sýklalyf en samt vaknaði ég klukkan fimm í morgun og gat ekki sofið lengur af því mér var svo illt, vonandi virka lyfin fljótt svo við getum öll sofið vært næstu nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli