Mikið á hann Alexander Fleming allt gott skilið fyrir að finna upp pensillínið. Mér líður miklu betur og er búin að sofa vært alla nóttina núna tvær nætur í röð. En ég er samt ennþá með vondan hósta og slím ofan í mér, svo læknirinn vildi að ég fengi púst. Það finnst mér ekki gaman.
Annars svo ég segi ykkur frekar eitthvað skemmtilegt, þá er ég auðvitað alltaf á fullu að læra ný orð. Nú get ég sagt nafnið á dagmömmunni minni, Katrín (dadlí). Ég kann líka að segja kitla (dihdli), mér finnst nefnilega mjög gaman að láta kitla mig og ekki síður finnst mér gaman að láta kitla einhvern annan. Svo er ég orðin mjög flink í að búa til tveggja orða setningar; halló pabbi, bless pabbi, bless fugl (iss bubbi) og bless margt fleira. Og auðvitað hið sívinsæla hvar er eitthvað; hvar er snudda, hvar er pabbi, hvar er mamma, hvar er fuglinn (haaaa bubbi), o.s.frv.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli