Í gær fékk ég póst frá leikskólanum mínum tilvonandi. Hann heitir Ásar og ég byrja þar 9. ágúst. Ég fékk bók með myndum frá leikskólanum og þar er líka sagt hvað er gert og svona. Við mamma erum rosalega spenntar. Ég veit að vísu voða lítið hvað leikskóli (eða gokkóli) er, en mig grunar að það sé eitthvað mjög skemmtilegt, að minnsta kosti er fullt af krökkum að gera eitthvað skemmtilegt á myndunum í bókinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli