þriðjudagur, maí 25, 2004
Viðburðarík helgi
Það var svo mikið að gera hjá mér um helgina að það var bara eiginlega hver stund frátekin. Á föstudaginn komu amma Dissinna og afi Ón til okkar í heimsókn. Mikið var það nú gaman, vonandi geta þau komið oftar og lengur í heimsókn þegar mamma og pabbi verða búin að smíða herbergin okkar. Á laugardaginn fórum við Gissu boððiðinn með Dunnu og Doððu í ævintýraferð. Það var fjölskyldudagur í vinnunni hennar Sunnu og við fórum á Úlfljótsvatn, fengum pylsur og blöðrur og fórum í leiki. Það rigndi reyndar alveg endalaust, en sem betur fer gátum við borðað inni svo það gerði ekkert til. Svo bara vorum við úti í pollagöllunum að leika. Á sunnudaginn fór ég síðan í sund, keyrði pabba í flugvélina og fór svo til afa Bumubu og ömmu Igga Ósa að leika í garðinum í góða veðrinu. Ég hljóp um allt, gramsaði í moldinni og klappaði ormunum og reyndi að detta í tjörnina en það tókst nú ekki. Í gær fór ég svo til eyrnalæknisins míns, rörin eru víst bara glansandi fín og allt í besta lagi. En svo er ég reyndar að kvefast, svo við mamma erum ekki alveg rólegar. Vonandi slepp ég samt bara vel frá því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli