miðvikudagur, maí 05, 2004

Sjúkkitt

Þetta var víst ekkert eyrnabólga, bæði eyrun mín eru bara hrein og fín. Sennilegast var ég bara svona lasin út af jöxlunum sem ég er að fá, annar er meira að segja komin í gegn. Mamma er nú algjör að taka ekki eftir neinu! Jæja, en ósköp vorum við fegnar að það skyldi vera allt í lagi með eyrun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli