Það er svo gaman að komast svona áfram sjálfur! Ég er alltaf að verða flinkari, kemst alveg á fleygiferð um stofugólfið. Ég meira að segja var að reyna að lyfta maganum áðan, ég held ég gæti komist hraðar þannig en það bara er svolítið erfitt. Áðan tókst mér að ná í fréttablað sem var á gólfinu og bíta af því smá bita áður en mamma kom stökkvandi og tók bitann af mér. Grrrrr óþolandi! Enda öskraði ég á hana og beit hana í puttann.
Annars fór ég í heilmikinn leiðangur í dag, mamma breytti vagninum mínum í kerru og við fórum í labbitúr og strætó til Sonju Margrétar vinkonu minnar. Þar var fullt af krökkum og mömmum og mjög gaman eins og alltaf. Þar tókst mér líka að stelast í kleinu sem var rosalega góð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli