sunnudagur, apríl 06, 2003

Jæja, þá þarf ekkert að velkjast í vafa um það lengur, ég er snillingur! Í gær var mamma að leyfa mér að drekka vatn úr fílaglasinu (það er smábarnaglas með stuttu röri), svo setti hún glasið á borðið og hélt áfram að borða matinn sinn, en ég var ennþá þyrst, svo ég bara tók glasið og fékk mér meira vatn að drekka. Alveg sjálf! Mömmu og pabba fannst ég sko rosalega klár. Svo var pabbi á fullu að hreyfa hendurnar í gær, alltaf eitthvað að segja halló, halló, og hreyfa hendurnar. Ég hreyfði líka einu sinni hendina og það fannst pabba voða merkilegt, kallaði á mömmu og hélt áfram að segja halló og hreyfa hendurnar. Ég skil þetta ekki alveg, þarf að spá aðeins betur í þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli