föstudagur, apríl 25, 2003
Ég fór í sumardagsmat hjá ömmu og afa í Hjallabrekku í gær. Það var mjög gaman, ég fékk rosalega fín föt í sumargjöf svo ég geti verið algjör skvísa á Mallorca. Og ég fékk maísbaunir, namminamm, þvílíkt góðgæti hef ég nú bara varla smakkað fyrr. Amma var búin að kaupa fínan stól handa mér svo ég gat setið með öllum við borðið og vinkað á milli þess sem ég mokaði í mig maísbaununum. Mér finnst svo gaman að vinka, og líka að rokka, alltaf ef ég heyri skemmtilega tónlist eða takt þá rokka ég með hausnum. Verst að hann er dálítið þungur svo það er pínu erfitt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli