þriðjudagur, apríl 01, 2003

Ég las það í bók að konur með barn á brjósti verða pínu vitlausar. Það er víst til þess að þær nenni að hugsa um börnin, nenni að fara með sömu vísuna aftur og aftur, hrista hringlandi tuskudýr, dansa við Stubbalagið og svo framvegis. Ég vona svo sannarlega að þetta sé satt og þá líka að þetta gangi til baka þegar börnin hætta á brjósti. Á sunnudaginn fór ég nefnilega á vídeóleiguna og þegar ég ætlaði að fara að borga myndina sagði konan "þetta er bónusspóla". "Ha" sagði ég, "bónusspóla" svaraði hún. "Nei takk" sagði þá bananinn ég. Jæja, svo tókst konunni nú að koma mér í skilning um að þessi spóla sem ég væri að taka væri bónusspóla og ég þyrfti ekkert að borga fyrir hana. Og ekki nóg með það, heldur fékk ég líka víkingalottómiða í kaupbæti (eða ókeypisbæti). Ég ekkert smá ánægð, alltaf að græða, labba út með fína víkingalottómiðann minn og skil vídeóspóluna eftir á afgreiðsluborðinu. Jamm og já, jæja, best að fara að klappa saman lófunum...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli