Hehemm, ég er víst að verða letibloggari, ekkert búin að skrifa í 10 daga! En ég hef nú samt smá afsökun, við mamma höfum nefnilega dálítið mikið að gera núna, við þurfum að hugsa um allt því pabbi liggur bara í rúminu, hann er víst með brotið bak. Hann er nú samt voða duglegur að leika við mig. Hann fer alltaf í rosalega skemmtilegan leik við mig, sem er að skella saman ennunum. Það finnst mér fyndið og skelli enninu eins fast og ég get við hans enni. Eða kinnina hans eða nefið, eftir því hvert ég hitti.
Tennurnar mínar tvær eru komnar í gegn, svo nú er ég komin með fjórar tennur uppi og tvær niðri. Önnur helstu afrek mín þessa dagana eru þau að ég kann að vinka og sýna hvað ég er stór, láta dót detta og segja dah, svo beygi ég mig og tek það upp aftur, og ég er orðin mjög flink að standa upp og labba með, ég get labbað um alla stofu með dótakassann minn á undan mér. Og svo kann ég líka alveg að skríða á fjórum fótum, ég er alveg hætt að ormast með magann í gólfinu. Það finnst öllum ég vera orðin voða stór, enda er ótrúlega stutt síðan ég gat bara ekki neitt.
laugardagur, maí 31, 2003
miðvikudagur, maí 21, 2003
Æ æ og ó, aumingja ég! Ég er að fá tvær tennur í viðbót, tennurnar við hliðina á framtönnunum uppi, og það er alveg að gera mig klikk. Ég er voða slöpp og þreytt eitthvað, en vakna svo alltaf við þessar illgjörnu tennur og er alveg ómöguleg eiginlega. En þær eru alveg að koma held ég, vonandi bara gengur þetta fljótt yfir.
Ég held áfram að sjarmera alla upp úr skónum hjá dagmömmunni, hin börnin vilja bara knúsa mig endalaust og dagmamman hlakkar til að fá að hafa mig allan daginn. Ég er búin að fá að fara út að leika með hinum krökkunum og það finnst mér sko gaman. Svo er stundum tónlistarstund, þá dilla ég mér og finnst það líka voða gaman. Svo er ég auðvitað á fullu að standa upp og reyna að labba. Ég er að einbeita mér svo mikið að þessu að ég geri eiginlega ekki neitt annað á meðan, er næstum því hætt að vinka og skríða og er ekkert að læra neitt annað nýtt. Enda finnst mér þetta langmikilvægast og það verður að hafa forgang fram yfir allt annað núna að læra að ganga.
Pabbi kom heim á laugardaginn með rosalega flottan Burberry gallakjól handa mér. Ég er svooooo mikil pæja í honum. Ég fékk reyndar ekki að hitta hann mikið á laugardaginn (þ.e.a.s. pabba, ég fékk náttúrulega að fara strax í kjólinn) því þau brunuðu eiginlega strax með mig í pössun til Silju frænku minnar. Og mamma hennar og pabbi voru líka að passa mig pínu. Það var bara mjög gaman, ég fékk fullt af góðum mat að borða og fannst rosalega gaman að leika við Silju og við frændur mína þá Hauk og Pétur. Svo komu pabbi og mamma aftur um kvöldið og við fórum öll heim.
Og já, ekki má ég nú gleyma að segja frá því hvað ég er orðin forfrömuð dama, ég fór á kaffihús og fékk kleinu! Við mamma fórum og hittum vinkonurnar hennar, Siggu Láru sem var í bæjarferð frá Egilsstöðum, Svandísi sem er að fara að flytja til Frakklands og Ástu og Skottu. Mér fannst afskaplega gaman að vera á kaffihúsi með svona fínum frúm og reyndi að vera voða stillt og prúð.
Ég held áfram að sjarmera alla upp úr skónum hjá dagmömmunni, hin börnin vilja bara knúsa mig endalaust og dagmamman hlakkar til að fá að hafa mig allan daginn. Ég er búin að fá að fara út að leika með hinum krökkunum og það finnst mér sko gaman. Svo er stundum tónlistarstund, þá dilla ég mér og finnst það líka voða gaman. Svo er ég auðvitað á fullu að standa upp og reyna að labba. Ég er að einbeita mér svo mikið að þessu að ég geri eiginlega ekki neitt annað á meðan, er næstum því hætt að vinka og skríða og er ekkert að læra neitt annað nýtt. Enda finnst mér þetta langmikilvægast og það verður að hafa forgang fram yfir allt annað núna að læra að ganga.
Pabbi kom heim á laugardaginn með rosalega flottan Burberry gallakjól handa mér. Ég er svooooo mikil pæja í honum. Ég fékk reyndar ekki að hitta hann mikið á laugardaginn (þ.e.a.s. pabba, ég fékk náttúrulega að fara strax í kjólinn) því þau brunuðu eiginlega strax með mig í pössun til Silju frænku minnar. Og mamma hennar og pabbi voru líka að passa mig pínu. Það var bara mjög gaman, ég fékk fullt af góðum mat að borða og fannst rosalega gaman að leika við Silju og við frændur mína þá Hauk og Pétur. Svo komu pabbi og mamma aftur um kvöldið og við fórum öll heim.
Og já, ekki má ég nú gleyma að segja frá því hvað ég er orðin forfrömuð dama, ég fór á kaffihús og fékk kleinu! Við mamma fórum og hittum vinkonurnar hennar, Siggu Láru sem var í bæjarferð frá Egilsstöðum, Svandísi sem er að fara að flytja til Frakklands og Ástu og Skottu. Mér fannst afskaplega gaman að vera á kaffihúsi með svona fínum frúm og reyndi að vera voða stillt og prúð.
laugardagur, maí 17, 2003
Jámm, best að passa sig að verða ekki letibloggari! Enda er mjög mikið að gerast þessa dagana og frá mörgu að segja. Ég er til dæmis komin með fjórar tennur, tvær uppi og tvær niðri. Og mér er að fara svo hratt fram í að standa upp og komast um að ég held að mömmu lítist ekkert á það lengur. Ég stend upp við eiginlega hvað sem er, labba meðfram og á milli þar sem ég næ. Svo fann ég upp rosalega sniðugan leik í dag, að láta snudduna detta í gólfið og teygja mig svo eftir henni án þess að detta. Þetta gerði ég aftur og aftur og aftur, alveg frábær leikur!
Í gær fórum við mamma að hitta mömmukonurnar og alla vini mína, það var náttúrulega mjög gaman eins og alltaf. Það komu næstum allir af því Hjalti Sævar og Lilja mamma hans voru í heimsókn frá Noregi, þetta voru víst 20 mömmur og 21 barn. Börnin voru sko einu fleiri af því að Edda Sólveig stóra systir hennar Fríðu Valdísar kom líka (hún er tveggja ára) og hún var sko ekkert smá góð við mig, ég sat í fanginu hennar heillengi og við vorum rosalega góðar vinkonur. Svo í gærkvöldi fór mamma aftur að hitta mömmukonurnar svo amma og Þórður frændi pössuðu mig. Ég vildi eiginlega ekki fara að sofa og var svolítið erfið við ömmu. En svo sofnaði ég og amma fór, svo vaknaði ég aftur og öskraði pínu á Þórð en hann gat alveg huggað mig og mér tókst að sofna aftur. Svo er ég alveg búin að vefja mömmu um fingur mér sko, núna vakna ég alltaf klukkan eitt og þá gefur hún mér að drekka af því hún er svo sybbin og nennir ekki að svæfa mig aftur. Pabbi er í útlöndum, hann er búinn að vera í næstum því viku, en kemur heim á morgun. Ég held hann verði nú bara alveg hissa, ég er búin að læra svo margt nýtt á meðan hann var í burtu. Já og í fyrradag kom Svandís vinkona hennar mömmu í heimsókn. Það var mjög gaman, nema hún beit mig í puttann. Ég var alveg snarbrjáluð, en þar sem þetta var nú óvart þá fyrirgaf ég henni alveg á endanum. Stóri bróðir kom líka í fyrradag og ég var aldeilis kát með það. Hann fékk að tala við pabba í símann, en svo saknaði hann pabba svo mikið að hann fór bara að skæla. Við verðum öll heldur betur glöð þegar hann kemur aftur heim.
Í gær fórum við mamma að hitta mömmukonurnar og alla vini mína, það var náttúrulega mjög gaman eins og alltaf. Það komu næstum allir af því Hjalti Sævar og Lilja mamma hans voru í heimsókn frá Noregi, þetta voru víst 20 mömmur og 21 barn. Börnin voru sko einu fleiri af því að Edda Sólveig stóra systir hennar Fríðu Valdísar kom líka (hún er tveggja ára) og hún var sko ekkert smá góð við mig, ég sat í fanginu hennar heillengi og við vorum rosalega góðar vinkonur. Svo í gærkvöldi fór mamma aftur að hitta mömmukonurnar svo amma og Þórður frændi pössuðu mig. Ég vildi eiginlega ekki fara að sofa og var svolítið erfið við ömmu. En svo sofnaði ég og amma fór, svo vaknaði ég aftur og öskraði pínu á Þórð en hann gat alveg huggað mig og mér tókst að sofna aftur. Svo er ég alveg búin að vefja mömmu um fingur mér sko, núna vakna ég alltaf klukkan eitt og þá gefur hún mér að drekka af því hún er svo sybbin og nennir ekki að svæfa mig aftur. Pabbi er í útlöndum, hann er búinn að vera í næstum því viku, en kemur heim á morgun. Ég held hann verði nú bara alveg hissa, ég er búin að læra svo margt nýtt á meðan hann var í burtu. Já og í fyrradag kom Svandís vinkona hennar mömmu í heimsókn. Það var mjög gaman, nema hún beit mig í puttann. Ég var alveg snarbrjáluð, en þar sem þetta var nú óvart þá fyrirgaf ég henni alveg á endanum. Stóri bróðir kom líka í fyrradag og ég var aldeilis kát með það. Hann fékk að tala við pabba í símann, en svo saknaði hann pabba svo mikið að hann fór bara að skæla. Við verðum öll heldur betur glöð þegar hann kemur aftur heim.
miðvikudagur, maí 14, 2003
Ég ætla aðeins að troða mér að hérna til að skamma letibloggarana sem eru listaðir hérna til vinstri, skammskamm! Það eru að vísu örfáar undantekningar, takk þið undantekningar fyrir að sjá okkur fyrir skemmtilestrarefni. Annars er allt gott að frétta af litla skottinu, hún er hjá dagmömmunni núna frá 8 til 1 og unir sér vel. En það er víst ekkert internet þar.
fimmtudagur, maí 08, 2003
Eins og sjá má í kommentunum hérna fyrir neðan þá fékk ég (eða síðan öllu heldur) heimsókn frá Noregi. Það er hann Håvard, en mamma hans var einu sinni skiptinemi hjá ömmu og afa. Það kom okkur mömmu sko aldeilis skemmtilega á óvart að fá kveðju frá honum og okkur fannst líka gaman að skoða síðuna hans. Hann fæddist í sjúkrabíl, algjör töffari
Fjúff, það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef bara ekkert mátt vera að því að segja frá. Ég er búin að fara nokkrum sinnum til dagmömmufólksins, þeirra Katrínar og Hilmars, og mér finnst það mjög gaman. Fyrst var ég bara í smástund en svo fór ég snemma í morgun og fékk að borða morgunmat með krökkunum. Ég fékk alvöru hafragraut, namm hvað mér finnst hann góður! Svo fór ég í vagninn minn og þegar ég vaknaði kom mamma að sækja mig. Mér líst rosalega vel á að fá að vera hjá þeim og mömmu líst líka vel á að fara aftur í vinnuna sína. Hún ætlar að sækja mig klukkan eitt í sumar og svo í haust fæ ég að vera allan daginn í pössuninni.
Í gær fórum við í heimsókn til Jökuls vinar míns (það er meira að segja mynd af mér í heimsókninni á síðunni hans) og þar voru líka margir aðrir vinir mínir og mömmukonuvinkonur mömmu. Okkur finnst alltaf rosalega gaman að hitta þau. Og við hlökkum sérstaklega til að hitta þau í næstu viku því þá kemur Hjalti Sævar vinur minn sem ég hef aldrei hitt, hann á nefnilega heima í Noregi.
Ég er alltaf að æfa mig að standa upp, helst vildi ég bara labba en þá verður einhver að hjálpa mér. Ég er samt ótrúlega montin með mig ef einhver hjálpar mér að labba, þá finnst mér ég vera óskaplega stór og mikil manneskja. En þetta er allt dálítið erfitt, ég datt til dæmis tvisvar á hnakkann áðan þegar ég var að reyna að standa upp við stofuborðið og dótakassann minn. Það var sko vont og ég var alveg öskureið. En mér gengur mjög vel að standa upp við naggrísabúrið, hins vegar tekst mér ekki ennþá að komast ofan í það, en ég legg mig alla fram.
Í gær fórum við í heimsókn til Jökuls vinar míns (það er meira að segja mynd af mér í heimsókninni á síðunni hans) og þar voru líka margir aðrir vinir mínir og mömmukonuvinkonur mömmu. Okkur finnst alltaf rosalega gaman að hitta þau. Og við hlökkum sérstaklega til að hitta þau í næstu viku því þá kemur Hjalti Sævar vinur minn sem ég hef aldrei hitt, hann á nefnilega heima í Noregi.
Ég er alltaf að æfa mig að standa upp, helst vildi ég bara labba en þá verður einhver að hjálpa mér. Ég er samt ótrúlega montin með mig ef einhver hjálpar mér að labba, þá finnst mér ég vera óskaplega stór og mikil manneskja. En þetta er allt dálítið erfitt, ég datt til dæmis tvisvar á hnakkann áðan þegar ég var að reyna að standa upp við stofuborðið og dótakassann minn. Það var sko vont og ég var alveg öskureið. En mér gengur mjög vel að standa upp við naggrísabúrið, hins vegar tekst mér ekki ennþá að komast ofan í það, en ég legg mig alla fram.
föstudagur, maí 02, 2003
Jæja, nú eru pabbi og mamma búin að ákveða að fyrst ég er orðin svona stór þá sé best að ég fari bara til dagmömmunar. Þannig að ég fer að hitta hana á mánudaginn. Það verður örugglega mjög gaman, mér finnst svo gaman að leika við aðra krakka. Í gær til dæmis komu frændur mínir og Silja frænka í heimsókn og matarboð, það var sko rosalega gaman. Og amma Gisela kom líka, hún gaf mér bók um kanínu og gulrót. Þetta var alveg rosalegt fjör og ég ætlaði aldrei að geta sofnað á eftir, ég var í svo miklu stuði og vildi bara halda áfram að vera í partýfjöri.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)