Jámm, best að passa sig að verða ekki letibloggari! Enda er mjög mikið að gerast þessa dagana og frá mörgu að segja. Ég er til dæmis komin með fjórar tennur, tvær uppi og tvær niðri. Og mér er að fara svo hratt fram í að standa upp og komast um að ég held að mömmu lítist ekkert á það lengur. Ég stend upp við eiginlega hvað sem er, labba meðfram og á milli þar sem ég næ. Svo fann ég upp rosalega sniðugan leik í dag, að láta snudduna detta í gólfið og teygja mig svo eftir henni án þess að detta. Þetta gerði ég aftur og aftur og aftur, alveg frábær leikur!
Í gær fórum við mamma að hitta mömmukonurnar og alla vini mína, það var náttúrulega mjög gaman eins og alltaf. Það komu næstum allir af því Hjalti Sævar og Lilja mamma hans voru í heimsókn frá Noregi, þetta voru víst 20 mömmur og 21 barn. Börnin voru sko einu fleiri af því að Edda Sólveig stóra systir hennar Fríðu Valdísar kom líka (hún er tveggja ára) og hún var sko ekkert smá góð við mig, ég sat í fanginu hennar heillengi og við vorum rosalega góðar vinkonur. Svo í gærkvöldi fór mamma aftur að hitta mömmukonurnar svo amma og Þórður frændi pössuðu mig. Ég vildi eiginlega ekki fara að sofa og var svolítið erfið við ömmu. En svo sofnaði ég og amma fór, svo vaknaði ég aftur og öskraði pínu á Þórð en hann gat alveg huggað mig og mér tókst að sofna aftur. Svo er ég alveg búin að vefja mömmu um fingur mér sko, núna vakna ég alltaf klukkan eitt og þá gefur hún mér að drekka af því hún er svo sybbin og nennir ekki að svæfa mig aftur. Pabbi er í útlöndum, hann er búinn að vera í næstum því viku, en kemur heim á morgun. Ég held hann verði nú bara alveg hissa, ég er búin að læra svo margt nýtt á meðan hann var í burtu. Já og í fyrradag kom Svandís vinkona hennar mömmu í heimsókn. Það var mjög gaman, nema hún beit mig í puttann. Ég var alveg snarbrjáluð, en þar sem þetta var nú óvart þá fyrirgaf ég henni alveg á endanum. Stóri bróðir kom líka í fyrradag og ég var aldeilis kát með það. Hann fékk að tala við pabba í símann, en svo saknaði hann pabba svo mikið að hann fór bara að skæla. Við verðum öll heldur betur glöð þegar hann kemur aftur heim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli