Jæja, nú eru pabbi og mamma búin að ákveða að fyrst ég er orðin svona stór þá sé best að ég fari bara til dagmömmunar. Þannig að ég fer að hitta hana á mánudaginn. Það verður örugglega mjög gaman, mér finnst svo gaman að leika við aðra krakka. Í gær til dæmis komu frændur mínir og Silja frænka í heimsókn og matarboð, það var sko rosalega gaman. Og amma Gisela kom líka, hún gaf mér bók um kanínu og gulrót. Þetta var alveg rosalegt fjör og ég ætlaði aldrei að geta sofnað á eftir, ég var í svo miklu stuði og vildi bara halda áfram að vera í partýfjöri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli