mánudagur, september 22, 2003

Þá er það búið

Jájá, þá er fyrsta afmælisveislan mín búin. Hún tókst mjög vel, við vorum öll alveg hæstánægð með daginn. Það kom fullt af fólki og margir krakkar að leika við mig. Ég var með afmæliskórónuna mína sem dagmamman bjó til handa mér og allir sungu fyrir mig og svo hámaði ég í mig gulrótarköku. Svo fékk ég fullt af pökkum, ægilega fín föt og skemmtilegar bækur. Mamma er búin að setja myndir úr afmælinu og líka fleiri myndir frá því í haust hér. Áðan komu síðan vinkonur mömmu, þær Siggadís og Ásta og hjálpuðu okkur að klára kökurnar og gáfu mér meira að segja pakka líka. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt allt saman og ég er bara strax farin að hlakka til að eiga aftur afmæli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli