föstudagur, september 19, 2003
Takk fyrir mig
Takk fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk í gær og takk Sigurður Pétur, pabbi og mamma, afi og amma, Sunna frænka og Þórður frændi fyrir gjafirnar, ég var rosalega ánægð með þær allar saman. Pabbi og mamma keyptu nýja kerru handa mér, hún er rosalega flott með stórum loftdekkjum og mjúk og hlý og notaleg. Svo gáfu þau og Sigurður Pétur mér ótrúlega flott sparkhjól með frábærri rokktónlist og boltum sem ég get hent um allt og öskrað maaah! (mark). Svo komu afi og amma með yndislega tuskudúkku handa mér, hún er risastór með sítt hár í fléttum og allt, algjört æði. Svo ætla þau líka að gefa mér ný föt, vá hvað ég hlakka til, ég er nefnilega vaxin upp úr öllum fötunum mínum. Og Sunna og Þórður gáfu mér xylofón til að spila á og orðabók fyrir eins árs. Við Sigurður Pétur vorum með smá tónleika á xylofóninum í morgun, það var sko fjör! Svo ætlar mamma að lesa fyrir mig bókina og kenna mér öll orðin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli