mánudagur, janúar 13, 2003
Halló, ég heiti Rósa Elísabet og mamma ætlar að reyna að vera dugleg að halda dagbók fyrir mig hérna. Núna er ég sofandi í vagninum mínum, mér finnst það ósköp gott og sef yfirleitt fjóra tíma í honum á daginn. Stundum fer ég meira að segja tvisvar í vagninn ef mamma er dugleg að fara snemma með mig á fætur. Ég er að verða fjögurra mánaða og smakkaði í fyrsta skipti graut í fyrradag. Mér fannst það bara fínt og var alveg dugleg að borða hann. Ég er ekki komin með tennur en er samt alltaf að slefa og naga hendurnar á pabba og mömmu. En ég er búin að gera það í tvo mánuði svo það hefur sennilega ekkert með tennur að gera. Um næstu helgi er ég að fara í sund, ég hlakka sko til, það verður örugglega gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli