Oh, ég er svo mikil skvísa í dag að það er alveg agalegt. Ég er sko í dökkvínrauðri peysu sem fer mér svo vel að ég er bara algjör rúsína, og svo er ég sko í gallabuxum með smellu og rennilás. Og svo eru bönd um allt, rosalega smart sko. Eins gott að einhver komi í heimsókn að sjá mig. Stóri bróðir kemur alla vega á eftir, húrra það verður gaman.
Annars fékk ég ekkert sveskjumauk í gær, mamma ákvað að bíða með það einn dag í viðbót á meðan ég er að venjast grautnum. Svo hún borðaði bara súkkulaðirúsínur í staðinn, hemm hemm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli