föstudagur, júlí 25, 2003
Mamma og pabbi fögnuðu síðan ekki alveg jafn mikið þegar ég glaðvaknaði klukkan hálffjögur í nótt og sofnaði ekki aftur fyrr en fimm. Það var nú eitthvað að bögga mig fannst mér, kannski tennur. Alla vega sváfum við mamma aðeins yfir okkur og komum 20 mínútum of seint til dagmömmunnar. Það var samt allt í lagi.
Jæja, nú þarf ég aldeilis að segja ykkur fréttir. Í fyrrakvöld tókst mér að taka tvö skref, alveg sjálf! Mamma er nú svo skrýtin, hún segir alltaf að það liggi ekkert á og vonandi fari ég ekki að ganga strax og eitthvað svona, en samt voru það hún og pabbi sem hvöttu mig til að prófa og hjálpuðu mér. Þau líka klöppuðu mjög mikið fyrir mér, mér fannst það eiginlega aðalfjörið. Meira að segja þegar þau voru hætt að klappa, þá klappaði ég aðeins meira til að fá meiri fagnaðarlæti frá þeim. Ég veit samt ekki hvort ég legg almennilega í þetta alveg strax, en við sjáum til.
þriðjudagur, júlí 22, 2003
Fór í skoðun í morgun, lækninum fannst ég bráðþroska og bara mjög dugleg og fín. Ég er búin að ná aftur kúrfunni minni og er núna 9.695 grömm og 74 sentimetrar. Enda er ég búin að vera mjög dugleg að borða. Og eyrun mín eru alveg laus við sýkinguna, þó mér hafi tekist að skyrpa stórum hluta af meðalinu mínu út úr mér í hvert skipti sem mamma reyndi að pína það ofan í mig.
mánudagur, júlí 21, 2003
Ég fór í sveitina um helgina. Það var rosalega gott veður á laugardaginn, ég fékk að vera bara í grasinu og leika mér. Svo fórum við í göngutúr og ég fékk að vera í poka á bakinu á mömmu. Það fannst mér voða þægilegt. Við fórum líka í bíltúr, þá bara fékk ég mér lúr og það var líka ósköp notalegt. Svo enduðum við daginn á því að fara í sund, en þá var reyndar orðið pínu kalt svo við vorum ekkert lengi. Í gær var ekki alveg eins gott veður, en ég fór bara í pollabuxurnar mínar og við fórum að skoða Hjálparfoss, sem er ósköp fallegur.
föstudagur, júlí 18, 2003
Í gær kom mamma ekki á sama tíma og venjulega að sækja mig, hún þurfti að vinna eitthvað lengur og lét dagmömmuna vita af því. En ég vissi ekki neitt, svo nákvæmlega klukkan korter yfir eitt fór ég fram í forstofu að bíða eftir mömmu. Ég var samt ekkert mjög svekkt þó hún kæmi ekki, þetta var bara pínu skrýtið. En ég veit sko alveg hvenær hún á að koma að sækja mig.
fimmtudagur, júlí 17, 2003
Eitt finnst okkur mömmu fyndið. Þegar hún kemur að sækja mig klukkan korter yfir eitt, þá eru yfirleitt sofandi unglingar eins og hráviði í grasinu á leiðinni. Stundum þegar er rigning, þá eru þau í appelsínugulum göllum, en samt sofandi í grasinu. Núna er reyndar rosalega gott veður. Ég fór aðeins í húsdýragarðinn í gær og hitti Söru Mist, Hjalta Dag, Hlyn Frey og Ísar Frey vini mína. Það var mjög gaman, ég skoðaði reyndar ekkert dýrin, var bara eitthvað að skottast um og leika mér. Svo fékk ég lánaða kerruna hennar Söru Mist til að leggja mig aðeins því ég var voða þreytt, ég var nefnilega búin að vera heilmikið úti að leika líka hjá dagmömmunni. Svo drifum við okkur heim því mamma þurfti að fara aftur að vinna. Amma Gisela og afi Jón komu að hjálpa pabba að passa mig af því hann er ennþá með bilað bak. Mamma ætlaði að láta mig bara halda áfram að sofa, en ég nennti því nú ekki strax, var í fullu fjöri með ömmu og afa og borðaði allar kartöflurnar frá afa. Svo lagði ég mig nú loksins og þegar ég vaknaði var mamma komin og líka afi Guðmundur, hann grillaði með okkur í góða veðrinu síðasta grillkjötið á höfuðborgarsvæðinu. Hann var að keyra rútu með túrista og er víst að fara aftur af stað með aðra túrista á morgun.
mánudagur, júlí 14, 2003
Mér tókst víst ekki að hrista af mér eyrnabólguna í þetta sinn. Ég finn reyndar ekki fyrir neinu held ég, en læknirinn sá eitthvað pjæ í eyrunum mínum, svo ég þarf að fá meðal. Mér finnst það svo sem allt í lagi, verra með augndropana, en vonandi losna ég við þá fljótlega. Annars fór ég til dagmömmunnar í morgun, ég var pínu óörugg fyrst en svo mundi ég betur eftir þessu og þá var bara mjög gaman. Hitt er verra að við fáum ekki kerru sem við erum sáttar við. Þegar við vorum búnar hjá lækninum fórum við mamma í báðar búðirnar sem viðgerðamaðurinn nefndi, en það var engin kerra til sem var sams konar og mín. Mamma ætlar að þvargast eitthvað meira í þessu á morgun, vita hvort við getum farið í aðra búð kannski. Svo reyndar kemur einhver svipuð kerra eftir 3-4 vikur, en okkur finnst það bara allt of langur tími til að vera kerrulaus, sérstaklega svona um hásumar!
laugardagur, júlí 12, 2003
Og nú er ég komin heim. Það gekk afskaplega vel að komast heim, ég lagði mig á flugvellinum og var svo í fullu fjöri í flugvélinni. Svo reyndar þegar við vorum komin hálfa leið steinsofnaði ég aftur. Síðustu dagarnir á Mallorca voru náttúrulega mjög skemmtilegir. Við fórum í vatnsrennibrautagarð, ég synti og buslaði smá og það var mjög gaman. En svo lagði ég mig bara með pabba mínum, þ.e.a.s. ég lagði mig í kerrunni minni og hann lagði sig á sólbekk, á meðan það var víst mjög mikið fjör hjá mömmu og Sigurði Pétri. Það voru þarna einhverjar brautir þar sem átti að fara á svona eins og slöngum úr dekkjum, bæði eins og tveggja manna. Mamma skildi ekki alveg hvernig þetta átti að virka því það voru heillangar raðir neðst í brautunum að bíða eftir að fá slöngur, en margir fóru bara alltaf aðra ferð með slönguna sína og létu ekkert annan fá hana. Svo voru þau eitthvað að þvælast þarna um og leita að einhverju skemmtilegu, þá fann stóri bróðir hvar slöngurnar voru geymdar. Aha, hugsaði mamma, svona virkar þetta, maður á bara að ná sér í slöngu og vera með hana þangað til maður er hættur að renna sér í þessum brautum, voðalega er þá eitthvað asnalegt að bíða í biðröð eftir þeim við brautirnar. Og þau tóku sér bara eina slöngu og fóru átta ferðir í röð, það var víst alveg brjálað fjör. Svo kom náttúrulega í ljós í lok dagsins að það átti að leigja þessar slöngur, svo voru aðrar í brautunum sem átti að skila og þær voru öðru vísi á litinn. Þannig að þau eiginlega stálu slöngunni. En það var nú alveg óvart, og þau skemmtu sér svo vel að mamma hafði eiginlega ekkert samviskubit yfir því. Fyrir utan að hún hefði alveg verið til í að borga sex og hálfa evru í leigu ef hún bara hefði haft hugmynd um að það ætti að gera það.
Jæja, en það var nú ósköp gott að koma heim fannst mér, ég fór strax að gramsa í öllu dótinu mínu og þeytast um stofuna og svona. Mamma hélt að mér hefði ekkert farið mikið fram í hreyfiþroskanum á meðan við vorum úti, en hún sá nú strax þegar við komum hérna heim hvað ég get margt sem ég gat ekki þegar við fórum, ég fer á fleygiferð um allt, elti mömmu ef hún fer inn í eldhús eða eitthvað, og ég get labbað með því að styðja mig við sparkbílinn minn, sem ég gat alls ekki þegar við fórum. Mér hefur líka farið mikið fram í málþroska síðustu tvær vikurnar, ég skil miklu meira og kann að gera fullt af nýjum hljóðum. Uppáhaldið mitt er að sveifla tungunni til hliðanna og gera hljóð. Og svo segi ég líka mikið mamma og stundum meira að segja babbiogmamma. Og ég kann næstum alveg að segja nafnið hans stóra bróður, það er reyndar svolítið langt og erfitt því hann heitir Sigurður Pétur, svo ég segi bara a-da.
Augnkvefið mitt batnaði ekki alveg nógu vel, og svo fékk ég líka hósta, svo ég fór beint til læknis þegar ég kom heim. Ég fékk dropa í augun (argans óþverri!) og svo er ég víst með smá roða í eyrunum svo ég þarf að fara aftur eftir helgina og láta athuga hvort það lagast af sjálfu sér eða hvort ég er að fá eyrnabólgu. Ég hef samt ekkert fengið hita og alveg sofið vel og svona. Vonandi fer þetta bara með augnkvefinu. Og vonandi fer augnkvefið bara strax, svo ég geti hætt að fá þessa ömurlegu dropa.
Jæja, en það var nú ósköp gott að koma heim fannst mér, ég fór strax að gramsa í öllu dótinu mínu og þeytast um stofuna og svona. Mamma hélt að mér hefði ekkert farið mikið fram í hreyfiþroskanum á meðan við vorum úti, en hún sá nú strax þegar við komum hérna heim hvað ég get margt sem ég gat ekki þegar við fórum, ég fer á fleygiferð um allt, elti mömmu ef hún fer inn í eldhús eða eitthvað, og ég get labbað með því að styðja mig við sparkbílinn minn, sem ég gat alls ekki þegar við fórum. Mér hefur líka farið mikið fram í málþroska síðustu tvær vikurnar, ég skil miklu meira og kann að gera fullt af nýjum hljóðum. Uppáhaldið mitt er að sveifla tungunni til hliðanna og gera hljóð. Og svo segi ég líka mikið mamma og stundum meira að segja babbiogmamma. Og ég kann næstum alveg að segja nafnið hans stóra bróður, það er reyndar svolítið langt og erfitt því hann heitir Sigurður Pétur, svo ég segi bara a-da.
Augnkvefið mitt batnaði ekki alveg nógu vel, og svo fékk ég líka hósta, svo ég fór beint til læknis þegar ég kom heim. Ég fékk dropa í augun (argans óþverri!) og svo er ég víst með smá roða í eyrunum svo ég þarf að fara aftur eftir helgina og láta athuga hvort það lagast af sjálfu sér eða hvort ég er að fá eyrnabólgu. Ég hef samt ekkert fengið hita og alveg sofið vel og svona. Vonandi fer þetta bara með augnkvefinu. Og vonandi fer augnkvefið bara strax, svo ég geti hætt að fá þessa ömurlegu dropa.
6. júlí á Mallorca
Haldiði að ég sé ekki bara á Mallorca! Ég er búin að vera hérna í 10 daga, en við mamma höfum verið svo uppteknar við að vera í sólinni og sundlauginni og sjónum að við höfum bara ekkert mátt vera að því að skrifa neitt. Og við erum reyndar líka búnar að gera margt fleira og ætlum að reyna að segja eitthvað frá því.
Fyrst fórum við í stóra flugvél, ég sat í fanginu á mömmu og það gekk mjög vel, ég var rosalega stillt og góð og svo ef ég var eitthvað óróleg fékk ég bara að súpa hjá mömmu. Svo fékk ég að labba aðeins um í flugvélinni og brosa og heilla hitt fólkið. Ég hitti líka fullt af krökkum og það fannst mér nú heldur betur gaman. Þegar við komum til Mallorca varð ég ekki mjög ánægð því þá kom í ljós að kerran mín hafði skemmst á leiðinni. Okkur leist nú ekki á blikuna að vera í tvær vikur á Mallorca með enga kerru. Sem betur fer átti ferðaskrifstofan eina kerru til vara sem við fengum lánaða, hún er rosalega góð, ég er búin að fara um allt í henni og sef alltaf í henni á daginn.
Það var auðvitað mjög heitt þegar við komum, við fórum og skoðuðum sundlaugina og lékum okkur smá. Svo fékk ég að fara í sund og það var svo gott, ég er líka búin að fara oft síðan og það er alveg frábært að fara í vatnið þegar manni er orðið allt of heitt. Mér finnst líka svo gaman að synda og skvetta vatni um allt. Og svo er ég auðvitað alltaf að kafa. Ég er líka búin að prófa aðeins að fara á ströndina og í sjóinn. Það finnst mér spennandi, ég hljóp alveg strax út í sjó. En það skvettist svolítið mikið á mann, svo ég fór ekki mjög langt.
Ég er búin að fara tvisvar að skoða höfuðborgina Palma, ég fór í eitt safn þar sem voru alvöru hauskúpur (stóri bróðir var nú ekki alveg rólegur), og ég skoðaði líka konungshöllina. Það fannst mér að vísu ekkert mjög skemmtilegt, mamma þurfti að hlaupa með mig út, en þá var ég bara orðin svo þyrst. Um leið og ég fékk vatn varð ég mjög hress aftur. Annars er ég eiginlega alltaf búin að vera mjög dugleg og góð. Öllum finnst ég voða mikið krútt og mamma er mest hrædd um að barþjónninn á hótelinu steli mér. Hann á víst þrjá stráka og tvo afastráka, en enga stelpu og honum finnst ég voða sæt. Ég reyni líka að vera svolítið mikil pæja, með hatt og í kjól eða einhverju fínu. En oft er ég líka bara á bleyjunni.
Ég er líka búin að fara tvisvar í bíltúr. Fyrst fór ég með pabba og mömmu, stóra bróður og ömmu. Við keyrðum víst einhvern rosalega flottan fjallveg. Ég sá náttúrulega mest lítið nema þar sem við stoppuðum uppi á fjallinu og fengum okkur að borða. Það var mjög fallegt útsýni þar. Svo stoppuðum við líka í einhverri steinafjöru þar sem sjóræningjar voru einu sinni, og í bæ sem heitir Valdemossa og er mjög fallegur. Seinni bíltúrinn fóru svo allir saman, ég var í stelpubíl með Silju frænku, mömmu og Önnu Margréti og stóri bróðir var í strákabíl með Hauki, pabba og Nonna frænda. Við skoðuðum fyrst drekahelli, það var stór og mjög flottur dropasteinshellir með stóru vatni í botninum. Þar settumst við og ég fékk að súpa hjá mömmu svo ég myndi hafa alveg hljótt á meðan hljóðfæraleikarar sigldu á vatninu og spiluðu ósköp fallega tónlist. Mér gekk ótrúlega vel að hafa hljótt, og hinum börnunum líka því þetta var í nokkuð langan tíma. Næst fórum við í dýragarð, fyrst keyrðum við í gegn og sáum dýr sem voru bara laus í garðinum, zebrahesta, apa, gnýi og alls kyns safarídýr. Svo sáum við dýr í búrum, ljón, tígrísdýr, fíl, broddgölt og fleira. Stóra bróður fannst rosalega gaman að sjá þessi dýr og vildi helst ekki fara úr dýragarðinum. Og mamma lét taka mynd af sér með hlébarðakettling í fanginu og það fannst henni ótrúlega gaman, hana hefur víst lengi langað að prófa að halda á og koma við svona stórt kattardýr. Hún var mest hissa á því hvað hann var mjúkur. Að lokum fórum við svo og skoðuðum kastala, sem ég var reyndar búin að skoða líka daginn áður þegar ég fór í leigubíl með pabba, mömmu og stóra bróður. Þetta er víst eitthvað merkilegur kastali, hann er nefnilega hringlaga.
Ég verð nú víst líka að segja ykkur frá því að þetta var ekki alveg tóm gleði og hamingja. Við lögðum svolítið snemma af stað, svo mamma vakti mig, og ég var ekkert tilbúin að borða neinn morgunmat áður en við fórum. Þegar við vorum búnar að keyra í svona klukkutíma var ég hins vegar orðin mjög svöng og vildi fá morgunsopann minn hjá mömmu. Svo ég byrjaði að skæla, en ég fékk ekkert að drekka svo ég varð bara að skæla hærra. Svo lentum við í umferðarteppu svo bíllinn var eiginlega stopp en samt fékk ég ekkert að drekka. Þá varð ég nú eiginlega mjög móðguð og skældi afskaplega hátt. Pabba fannst þetta víst eitthvað fyndið, en hann var heldur ekki í bílnum. Svo þegar við loksins komumst í næsta bæ, þá stoppuðum við almennilega og ég fékk loksins morgunsopann minn. Síðan þegar við vorum á leiðinni heim, þá var fluga í bílnum og hún settist á Silju frænku mína. Þá varð hún alveg skelfingu lostin (Silja, ekki flugan) og öskraði ótrúlega hátt. Ég vissi ekkert hvað var að gerast, hélt að það væri kannski kominn heimsendir eða eitthvað, þannig að ég öskraði bara af öllum kröftum líka. Þetta var alveg hræðilegt ástand, við misstum alla stjórn á okkur. En svo jöfnuðum við okkur nú eftir dálitla stund og mamma og Anna Margrét urðu voða fegnar.
Annars er ég bara búin að vera að liggja í kerrunni minni og hafa það gott, ég er búin að fara á fullt af veitingastöðum og fá margt gott að borða. Oftast er ég mjög stillt, en ég er reyndar búin að vera pínu þreytt og pirruð síðustu tvo daga, ég fékk eitthvað leiðinda augnkvef sem er voða mikið að pirra mig. Vonandi tekst mér að hrista það fljótt af mér.
Mamma og pabbi urðu líka lasin, þeim varð voða illt í maganum og óglatt. Þá fór amma bara með mig í kerrunni á meðan þau voru að hvíla sig, ég fékk að fara í heimsókn til Silju frænku og leika við hana. Svo fórum við stóri bróðir með þeim öllum á veitingastað. Ég sofnaði á leiðinni og varð pínu hissa þegar ég vaknaði og það var enginn pabbi og mamma. Ég var samt alveg glöð og góð og dugleg að borða pizzuna mína, en ósköp varð ég glöð þegar mamma kom loksins. Ég bara hékk á hálsinum hennar og vildi ekki einu sinni sitja í kerrunni minni. Þá var þeim sem betur fer eiginlega alveg batnað, þau halda að þau hafi kannski bara fengið smá sólsting.
Annars hefur allt bara gengið vel, það hefur verið alveg mátulega heitt finnst okkur og sólarlaust inn á milli sem er mjög fínt. Það verður voða skrýtið að fara heim aftur og þurfa að vera alltaf í fullt af fötum. En það verður örugglega líka gaman að hitta aftur dagmömmuna og vini míni hjá henni. Og ég veit að stóri bróðir hlakkar til að fara heim því hann saknar mömmu sinnar dálítið. Í dag er sunnudagur og við förum heim á fimmtudaginn, svo það er ekki mjög langt eftir.
Fyrst fórum við í stóra flugvél, ég sat í fanginu á mömmu og það gekk mjög vel, ég var rosalega stillt og góð og svo ef ég var eitthvað óróleg fékk ég bara að súpa hjá mömmu. Svo fékk ég að labba aðeins um í flugvélinni og brosa og heilla hitt fólkið. Ég hitti líka fullt af krökkum og það fannst mér nú heldur betur gaman. Þegar við komum til Mallorca varð ég ekki mjög ánægð því þá kom í ljós að kerran mín hafði skemmst á leiðinni. Okkur leist nú ekki á blikuna að vera í tvær vikur á Mallorca með enga kerru. Sem betur fer átti ferðaskrifstofan eina kerru til vara sem við fengum lánaða, hún er rosalega góð, ég er búin að fara um allt í henni og sef alltaf í henni á daginn.
Það var auðvitað mjög heitt þegar við komum, við fórum og skoðuðum sundlaugina og lékum okkur smá. Svo fékk ég að fara í sund og það var svo gott, ég er líka búin að fara oft síðan og það er alveg frábært að fara í vatnið þegar manni er orðið allt of heitt. Mér finnst líka svo gaman að synda og skvetta vatni um allt. Og svo er ég auðvitað alltaf að kafa. Ég er líka búin að prófa aðeins að fara á ströndina og í sjóinn. Það finnst mér spennandi, ég hljóp alveg strax út í sjó. En það skvettist svolítið mikið á mann, svo ég fór ekki mjög langt.
Ég er búin að fara tvisvar að skoða höfuðborgina Palma, ég fór í eitt safn þar sem voru alvöru hauskúpur (stóri bróðir var nú ekki alveg rólegur), og ég skoðaði líka konungshöllina. Það fannst mér að vísu ekkert mjög skemmtilegt, mamma þurfti að hlaupa með mig út, en þá var ég bara orðin svo þyrst. Um leið og ég fékk vatn varð ég mjög hress aftur. Annars er ég eiginlega alltaf búin að vera mjög dugleg og góð. Öllum finnst ég voða mikið krútt og mamma er mest hrædd um að barþjónninn á hótelinu steli mér. Hann á víst þrjá stráka og tvo afastráka, en enga stelpu og honum finnst ég voða sæt. Ég reyni líka að vera svolítið mikil pæja, með hatt og í kjól eða einhverju fínu. En oft er ég líka bara á bleyjunni.
Ég er líka búin að fara tvisvar í bíltúr. Fyrst fór ég með pabba og mömmu, stóra bróður og ömmu. Við keyrðum víst einhvern rosalega flottan fjallveg. Ég sá náttúrulega mest lítið nema þar sem við stoppuðum uppi á fjallinu og fengum okkur að borða. Það var mjög fallegt útsýni þar. Svo stoppuðum við líka í einhverri steinafjöru þar sem sjóræningjar voru einu sinni, og í bæ sem heitir Valdemossa og er mjög fallegur. Seinni bíltúrinn fóru svo allir saman, ég var í stelpubíl með Silju frænku, mömmu og Önnu Margréti og stóri bróðir var í strákabíl með Hauki, pabba og Nonna frænda. Við skoðuðum fyrst drekahelli, það var stór og mjög flottur dropasteinshellir með stóru vatni í botninum. Þar settumst við og ég fékk að súpa hjá mömmu svo ég myndi hafa alveg hljótt á meðan hljóðfæraleikarar sigldu á vatninu og spiluðu ósköp fallega tónlist. Mér gekk ótrúlega vel að hafa hljótt, og hinum börnunum líka því þetta var í nokkuð langan tíma. Næst fórum við í dýragarð, fyrst keyrðum við í gegn og sáum dýr sem voru bara laus í garðinum, zebrahesta, apa, gnýi og alls kyns safarídýr. Svo sáum við dýr í búrum, ljón, tígrísdýr, fíl, broddgölt og fleira. Stóra bróður fannst rosalega gaman að sjá þessi dýr og vildi helst ekki fara úr dýragarðinum. Og mamma lét taka mynd af sér með hlébarðakettling í fanginu og það fannst henni ótrúlega gaman, hana hefur víst lengi langað að prófa að halda á og koma við svona stórt kattardýr. Hún var mest hissa á því hvað hann var mjúkur. Að lokum fórum við svo og skoðuðum kastala, sem ég var reyndar búin að skoða líka daginn áður þegar ég fór í leigubíl með pabba, mömmu og stóra bróður. Þetta er víst eitthvað merkilegur kastali, hann er nefnilega hringlaga.
Ég verð nú víst líka að segja ykkur frá því að þetta var ekki alveg tóm gleði og hamingja. Við lögðum svolítið snemma af stað, svo mamma vakti mig, og ég var ekkert tilbúin að borða neinn morgunmat áður en við fórum. Þegar við vorum búnar að keyra í svona klukkutíma var ég hins vegar orðin mjög svöng og vildi fá morgunsopann minn hjá mömmu. Svo ég byrjaði að skæla, en ég fékk ekkert að drekka svo ég varð bara að skæla hærra. Svo lentum við í umferðarteppu svo bíllinn var eiginlega stopp en samt fékk ég ekkert að drekka. Þá varð ég nú eiginlega mjög móðguð og skældi afskaplega hátt. Pabba fannst þetta víst eitthvað fyndið, en hann var heldur ekki í bílnum. Svo þegar við loksins komumst í næsta bæ, þá stoppuðum við almennilega og ég fékk loksins morgunsopann minn. Síðan þegar við vorum á leiðinni heim, þá var fluga í bílnum og hún settist á Silju frænku mína. Þá varð hún alveg skelfingu lostin (Silja, ekki flugan) og öskraði ótrúlega hátt. Ég vissi ekkert hvað var að gerast, hélt að það væri kannski kominn heimsendir eða eitthvað, þannig að ég öskraði bara af öllum kröftum líka. Þetta var alveg hræðilegt ástand, við misstum alla stjórn á okkur. En svo jöfnuðum við okkur nú eftir dálitla stund og mamma og Anna Margrét urðu voða fegnar.
Annars er ég bara búin að vera að liggja í kerrunni minni og hafa það gott, ég er búin að fara á fullt af veitingastöðum og fá margt gott að borða. Oftast er ég mjög stillt, en ég er reyndar búin að vera pínu þreytt og pirruð síðustu tvo daga, ég fékk eitthvað leiðinda augnkvef sem er voða mikið að pirra mig. Vonandi tekst mér að hrista það fljótt af mér.
Mamma og pabbi urðu líka lasin, þeim varð voða illt í maganum og óglatt. Þá fór amma bara með mig í kerrunni á meðan þau voru að hvíla sig, ég fékk að fara í heimsókn til Silju frænku og leika við hana. Svo fórum við stóri bróðir með þeim öllum á veitingastað. Ég sofnaði á leiðinni og varð pínu hissa þegar ég vaknaði og það var enginn pabbi og mamma. Ég var samt alveg glöð og góð og dugleg að borða pizzuna mína, en ósköp varð ég glöð þegar mamma kom loksins. Ég bara hékk á hálsinum hennar og vildi ekki einu sinni sitja í kerrunni minni. Þá var þeim sem betur fer eiginlega alveg batnað, þau halda að þau hafi kannski bara fengið smá sólsting.
Annars hefur allt bara gengið vel, það hefur verið alveg mátulega heitt finnst okkur og sólarlaust inn á milli sem er mjög fínt. Það verður voða skrýtið að fara heim aftur og þurfa að vera alltaf í fullt af fötum. En það verður örugglega líka gaman að hitta aftur dagmömmuna og vini míni hjá henni. Og ég veit að stóri bróðir hlakkar til að fara heim því hann saknar mömmu sinnar dálítið. Í dag er sunnudagur og við förum heim á fimmtudaginn, svo það er ekki mjög langt eftir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)