mánudagur, júlí 14, 2003

Mér tókst víst ekki að hrista af mér eyrnabólguna í þetta sinn. Ég finn reyndar ekki fyrir neinu held ég, en læknirinn sá eitthvað pjæ í eyrunum mínum, svo ég þarf að fá meðal. Mér finnst það svo sem allt í lagi, verra með augndropana, en vonandi losna ég við þá fljótlega. Annars fór ég til dagmömmunnar í morgun, ég var pínu óörugg fyrst en svo mundi ég betur eftir þessu og þá var bara mjög gaman. Hitt er verra að við fáum ekki kerru sem við erum sáttar við. Þegar við vorum búnar hjá lækninum fórum við mamma í báðar búðirnar sem viðgerðamaðurinn nefndi, en það var engin kerra til sem var sams konar og mín. Mamma ætlar að þvargast eitthvað meira í þessu á morgun, vita hvort við getum farið í aðra búð kannski. Svo reyndar kemur einhver svipuð kerra eftir 3-4 vikur, en okkur finnst það bara allt of langur tími til að vera kerrulaus, sérstaklega svona um hásumar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli