Í gær kom mamma ekki á sama tíma og venjulega að sækja mig, hún þurfti að vinna eitthvað lengur og lét dagmömmuna vita af því. En ég vissi ekki neitt, svo nákvæmlega klukkan korter yfir eitt fór ég fram í forstofu að bíða eftir mömmu. Ég var samt ekkert mjög svekkt þó hún kæmi ekki, þetta var bara pínu skrýtið. En ég veit sko alveg hvenær hún á að koma að sækja mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli