Ég fór í sveitina um helgina. Það var rosalega gott veður á laugardaginn, ég fékk að vera bara í grasinu og leika mér. Svo fórum við í göngutúr og ég fékk að vera í poka á bakinu á mömmu. Það fannst mér voða þægilegt. Við fórum líka í bíltúr, þá bara fékk ég mér lúr og það var líka ósköp notalegt. Svo enduðum við daginn á því að fara í sund, en þá var reyndar orðið pínu kalt svo við vorum ekkert lengi. Í gær var ekki alveg eins gott veður, en ég fór bara í pollabuxurnar mínar og við fórum að skoða Hjálparfoss, sem er ósköp fallegur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli