Ótrúlegt en satt, bara einn mánuður þangað til ég verð eins árs! Það verður nú aldeilis gaman að halda afmælisveislu, það er allt orðið svo fínt í stofunni núna. Mamma og pabbi héldu voða fína veislu um helgina, eða það skilst mér alla vega, ég steinsvaf nú bara allan tímann. Ég var líka svo dauðþreytt eftir sundið. Það var alveg rosalega gaman sko, pabbi var heima lasinn en afi og amma komu með okkur mömmu, afi horfði á en amma kom með okkur ofan í laugina og hjálpaði mömmu að leyfa mér að synda og kafa. Ég var mjög dugleg auðvitað, eins og alltaf, og hin börnin voru líka ósköp dugleg. Við vorum að æfa okkur að detta ofan í laugina og fara á bólakaf. Svo fengum við líka að sitja uppi á dýnu og skoða hvert annað, og leika með dót á bakkanum. Þetta var alveg frábært og ég hlakka til að halda áfram á námskeiðinu, en ég var líka svo dauðþreytt eftir þetta allt saman að ég svaf í fimm klukkutíma í kerrunni minni.
Mömmu tókst nú ekki að setja inn fleiri myndir um helgina, en hún ætlar að reyna að gera það í kvöld. Hún ætlar alla vega ekki að smíða neitt svo hún hlýtur að hafa smá tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli