föstudagur, ágúst 15, 2003
Fleiri myndir á leiðinni
Ég var að sjá það að mamma gleymdi tveimur möppum þegar hún var að setja myndir á myndasíðuna okkar. Ég er búin að biðja hana að búa til aðra síðu því það eru margar fínar myndir þarna og hún ætlar að reyna að gera það um helgina. Hún er annars voða upptekin eitthvað og pabbi líka, þau ætla að halda einhverja veislu hérna á morgun og eru búin að vera að taka til og sparsla og mála, ég held þetta sé að verða bara nokkuð fínt hjá þeim. Annars er það helst í fréttum að ég fékk loksins að skipta um bílstól og núna sit ég eins og manneskja og sé út um gluggann. Enda er ég örugglega orðin 10 kíló svo það var nú tímabært að útskrifast úr ungbarnabílstólnum. Í fyrramálið byrjar framhaldsnámskeið í sundinu mínu, við hlökkum öll mjög mikið til, nema kannski pabbi því hann er svolítið lasinn. Vonandi verðu honum bara batnað. Hann hefur örugglega smitast af kvefinu mínu, ég er nú sem betur fer næstum laus við það núna, bara svolítill hósti ennþá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli