Í dag er starfsdagur hjá dagforeldrunum mínum, svo ég fæ að vera heima með pabba. Það verður örugglega mjög gaman, reyndar byrjaði ég nú bara á því að leggja mig í kerrunni og ligg þar núna að hvíla mig, enda vaknaði ég klukkan sex eins og venjulega og var bara orðin dauðþreytt. Ég skil ekki hvernig ég fer að því að vera svona hress alltaf hjá dagmömmunni alveg til hálftólf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli