föstudagur, ágúst 22, 2003
Stór dagur hjá 6 ára strák
Jájá, þá er fyrsti skóladagurinn hjá Sigurði Pétri í dag. Það er reyndar bara skólasetning og foreldraviðtal í dag, kennslan byrjar svo hjá honum á þriðjudaginn. Þetta er nú aldeilis spennandi og verður gaman að fylgjast með hjá honum. Annars hefur það helst gerst merkilegt í þessari viku að pabbi minn átti afmæli á þriðjudaginn. Svo komu amma og afi á Akureyri frá útlöndum í gær og þau ætla að koma að heimsækja mig í dag. Þá get ég loksins sýnt þeim hvað ég er orðin flink að labba. Ég labba bara út um allt núna, ef ég dett þá stend ég bara upp aftur. En ég er ennþá í smá vandræðum með að labba úti hjá dagmömmunni, það er pínu erfiðara. Ég á nú samt voða fína skó og þetta kemur örugglega allt með æfingunni. Það er líka svo gott veður alltaf núna að við erum lengi úti á hverjum degi og ég get æft mig heilmikið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli