Loksins skilur þetta fólk að ég vil bara fá að fara á fætur klukkan sex, enda er komin dagur þá. Pabbi bara fór með mig upp og gaf mér hafragraut og lék svo við mig þangað til mamma vaknaði klukkan hálfátta. Við bjuggum líka til morgunmat handa mömmu, hún var voða ánægð með það og líka að fá að sofa svona lengi, hún er nú líka algjör svefnpurrka!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli