laugardagur, ágúst 23, 2003
Langur dagur
Ég var svo spennt að fara aftur í sundið í morgun, að ég glaðvaknaði klukkan sex og gat ómögulega sofnað aftur, þó ég fengi að kúra hjá mömmu. Svo við fórum bara á fætur um sjö og fengum okkur hafragraut og svona. En ég var ósköp þreytt, svo mamma lagði mig í kerruna og ég náði að leggja mig í klukkutíma fyrir sundið. Það var nú mjög gott, ég hefði verið ómöguleg í sundinu annars. Það var auðvitað mjög gaman í sundi, skemmtilegast finnst mér að synda á maganum og vera með bolta. Svo kom ég heim og lagði mig aðeins, en samt frekar stutt. Klukkan fimm var mamma síðan alveg búin að vera og henti mér í kerruna og sjálfri sér í sófann. Þá fattaði ég að ég var bara orðin ansi þreytt, og steinsvaf eins og rotaður selur þangað til mamma vakti mig klukkan hálfníu. Þá borðaði ég kjötsúpu (nammi namm ég vona að mamma eldi oft kjötsúpu), og klukkan tíu fékk ég loksins að fara aftur að sofa, hrjót hrjót, vonandi held ég því bara áfram sem lengst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli