fimmtudagur, október 16, 2003

Eitthvað að batna

Já, mér líður talsvert betur í dag. Ég var óskaplega veik í gær, þegar stílarnir hættu að virka þá bara fékk ég yfir 40 stiga hita og grét og átti virkilega bágt. Núna er ég bara með 38 stig og er miklu hressari. Ég er samt ennþá svolítið lasin og það er svolítið erfitt, mig langar að vera bara að leika mér og helst að fara út og svona, en samt er ég frekar slöpp og pirruð og veit ekki alveg hvernig ég á að vera eða hvað ég vil. Mamma var held ég orðin voða þreytt á mér áðan og ég á henni. En svo tókst mér loksins að sofna í kerrunni minni og vonandi hvílist ég bara vel og vakna ennþá hressari. Mamma er samt að hugsa um að láta lækninn kíkja aðeins á mig, ég er nefnilega með svo mikla bauga og bólgin um augun. Mömmu finnst víst betra að fara of oft en of sjaldan til læknisins, þetta er nú kannski einum of en jæja, hún verður að ráða því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli