mánudagur, október 13, 2003
Skemmtileg helgi
Já, þetta var sko heldur betur skemmtileg helgi. Við fórum tvisvar í sund og það var náttúrulega ótrúlega gaman eins og alltaf. Svo fór ég í afmæli til hennar Bryndísar sem er tveggja ára og þar var líka Óli stóri bróðir hennar sem er fjögurra ári og líka Bjarki sem er eins árs. Það var auðvitað mikið fjör hjá okkur og við vorum mjög góð að leika okkur saman. Og þegar við komum heim þá komu amma Gisela og afi Jón, Sigurður Pétur og amma Inga Rósa og borðuðu hjá okkur. Það fannst mér sko gaman, og mér fannst líka rosalega góður maturinn, ég hélt alveg endalaust áfram að fá mér smá ábót af kartöflum og blómkáli með sósu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli