miðvikudagur, október 29, 2003
Fleiri kúnstir
Það er alltaf að bætast við dýrahljóðin hjá mér, nú kann ég að herma eftir hænum og refum. Svo er ég orðin mjög flink að drekka úr venjulegu glasi, alla vega ef ég er þyrst þá gengur það mjög vel. Svo þegar ég er ekkert þyrst lengur, þá finnst mér svolítið gaman að prófa mig áfram og sulla og svona, þá fer nú svolítið mikið út um allt. Ég var líka ótrúlega dugleg hjá dagmömmunni í gær, þá lét ég nefnilega vita þegar ég var komin með kúkableyju, benti á bleyjuna mína og svo á skiptiborðið og kvartaði hástöfum. Ég er líka svo hræðilega brunnin þessa dagana að mér finnst alveg voðalega vont að vera með pjæ í bleyjunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli