fimmtudagur, október 16, 2003

Eyrnabólgan mætt

Þá er ég komin með eyrnabólgu, alla vega í annað eyrað. Læknirinn hélt samt ekki að það væri þess vegna sem ég hefði fengið svona háan hita, ég er ábyggilega bara líka með pest eða eitthvað. En nú þarf ég enn og aftur að taka þetta ófétis meðal, ég fékk reyndar aðra tegund í þetta sinn. Mamma og pabbi segja að ég verði að vera voða dugleg að taka meðalið svo ég geti nú losnað einu sinni almennilega við þetta. Ég var líka voða dugleg áðan, galopnaði munninn svo pabbi gat sett skeiðina upp í mig, og svo hafði ég bara munninn opinn svo meðalið datt út úr mér aftur. Mér fannst ég voða dugleg og klappaði fyrir mér, en mamma og pabbi voru eitthvað ekki eins ánægð með þetta hjá mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli