miðvikudagur, júní 11, 2003
Í dag var sko gaman! Ég fór að heimsækja Hlyn Frey og hitta alla hina vini mína, og við fengum að leika okkur úti í góða veðrinu. Mér fannst alveg rosalega gaman, og ég var líka ekki neitt þreytt, vakti bara allan tímann og rétt lagði mig í klukkutíma þegar við komum heim. Ég hef voða lítið þurft að sofa núna síðustu daga, ég svaf svo vel í síðustu viku og núna er ég bara að borða allan daginn endalaust en þarf ekkert mikið að hvíla mig. Og ég lærði að klappa áðan, pabbi kenndi mér það og ég næstum því sprakk úr monti yfir því hvað ég er klár. Ég var bara meira og minna að klappa frá því ég lærði það og þangað til ég fór að sofa. Stundum segi ég líka veeeeeeei til að fagna því hvað ég er flink og dugleg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli