þriðjudagur, júní 10, 2003
Þetta var nú skemmtileg helgi, fullt af fólki kom að heimsækja mig og það finnst mér svo gaman. Fyrst kom Anna-Lind frænka og Skúli og litlu frændur mínir Bergur Máni og Teitur. Svo kom Silja litla frænka mín með pabba sínum og mömmu. Og svo í gær komu afi og amma og Þórður frændi. Þetta fannst mér allt saman afskaplega skemmtilegt. Annars eru augu það mest spennandi sem ég veit núna. Ég er alltaf að reyna að skoða betur augun í mömmu, verst að hún lokar þeim alltaf þegar ég ætla að fara að skoða. Ég meira að segja reyni að toga upp augnlokið með annarri hendinni og koma svo við augað með hinni en alltaf tekst mömmu að loka auganu. Eða oftast alla vega. Ég held hún sé bara að stríða mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli