þriðjudagur, júní 17, 2003

Jæja, vörin mín skánaði nú fljótt, bólgan var eiginlega alveg farin þegar ég vaknaði úr lúrnum mínum og nú er ég bara skrámuð innan á vörinni og það sést ekkert mikið. Ég fór með afa og ömmu og mömmu á 17. júní hátíðahöld í Kópavogi. Það var rosa spennandi en ég var samt dálítið þreytt, var næstum sofnuð í kerrunni minni en hristi það nú af mér svo ég myndi ekki missa af öllu. Ég fékk að skríða um í grasinu og labba dálítið líka, og svo hélt amma á mér í labbitúr að skoða okkur aðeins um. Það var náttúrulega fullt af fólki og krökkum með blöðrur og risastórar snuddur og fána. Ég fékk líka fána og svo var ég með litla snuddu svo ég var næstum eins. Við mamma fórum síðan heim og ég lagði mig, enda orðin alveg búin að vera. Síðan komu afi og amma og Sunna og Magnús í veislukvöldmat, afi grillaði besta kjöt sem ég hef smakkað! Ég var líka orðin svo hræðilega svöng, ég borðaði held ég meira kjöt heldur en flest fullorðna fólkið. Og ég hámaði það í mig, ég vona bara að ég fái ekki í magann eftir þetta allt saman. Svo fékk ég líka smá jógúrtís í eftirmat, mér fannst hann pínu skrýtinn en samt góður. En það er eiginlega ekki hægt að borða hann með puttunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli