sunnudagur, júní 22, 2003
Nú er ég búin að vera lasin, mamma þurfti að sækja mig til dagmömmunnar á fimmtudaginn því ég var komin með hita og skældi bara og var alveg ómögleg. Ég er líka búin að vera kvefuð, en ég held að þetta sé kannski aðallega út af tönnunum mínum, það er eins og það séu fleiri tennur að koma. Ég slefa nefnilega rosalega mikið og set hendurnar í munninn, og stundum fer ég allt í einu að skæla og enginn veit hvað er að. Svo ég er búin að vera frekar pirruð og ómöguleg, mamma þarf mikið að halda á mér og passa mig. En ég held að mér sé nú eitthvað að batna, ég er alla vega laus við hitann og kvefið er að minnka, svo ég fæ að fara til dagmömmunnar á morgun að leika við krakkana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli