þriðjudagur, júní 17, 2003
Greeeeeeenj! Ég veit ekki hvað er í gangi, slysin bara elta mig á röndum núna. Ég var áðan að skríða til mömmu og var svolítið að flýta mér svo lappirnar fóru aðeins hraðar en hendurnar, eins og hefur stundum komið fyrir áður. Nema í þetta sinn skall andlitið mitt hræðilega fast í gólfið og ég meiddi mig svooooo mikið. Það blæddi og blæddi úr munninum mínum, sem betur fer var ég ekki komin í 17. júní sparifötin mín því þau hefðu alveg eyðilagst. En ég grét ósköp lengi og það blæddi líka voða lengi, mömmu leist ekkert á og hringdi meira að segja í hjúkrunarkonu, en eins og mamma vissi svo sem þá er ekkert að gera nema bara setja eitthvað kalt í munninn. Tennurnar eru allar á sínum stað, en efri vörin mín er alveg þreföld held ég. Og svo er ég marin á kinninni síðan í gær og klóruð á nefinu síðan um helgina, svo það er aldeilis ekki sjón að sjá mig. Og það á þjóðhátíðardaginn! Afi og amma ætluðu með mig á hátíðahöldin í Kópavogi en ég veit ekki hvort þau þora með mig út, ég get varla látið sjá mig meðal fólks :-(
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli