sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilega páska

Það er búið að vera geggjað fjör hjá okkur í páskafríi á Akureyri! Ég er búin að vera rosa dugleg á skíðum og renna mér um allt í fjallinu, mest með Silju og Önnu Margréti. Í dag hitti ég svo hana Kristínu Kolku vinkonu mína í fjallinu og við renndum okkur um allt með mömmu hennar. Svo fékk ég að fara með henni í matarboð langt fram á kvöld, þvílíkt fjör og partístand á manni! :-) Ég er líka búin að fara í sund og búin að leika mikið bæði úti og inni með bræðrum mínum og frændsystkinum, við fengum að hjálpa strákunum að búa til ótrúlega flott snjóhús og erum búin að brasa ýmislegt. Það er samt stundum dálítið erfitt að vera yngst, ja fyrir utan náttúrulega Guðmund Stein sem er hvort sem er bara moli, en að mestu leyti hefur þetta gengið mjög vel hjá okkur og verið skemmtilegt.