föstudagur, janúar 02, 2015

Meira árið 2014

Og hér eru myndir af okkur systkinunum af facebook hjá mömmu á árinu 2014:


5. janúar
Krakkahrúga


18. janúar
Út að leika


9. febrúar
Hópferð18.febrúar
Nesjavallaleið


22. febrúar
Dómadalsleið5. mars
Draugur, kisa og Katniss Everdeen ‪#‎öskudagur‬


15. mars
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn


31. maí
Sund


28. júní
Öll fjölskyldan á leið í leiðangur


5. júlí
Ancona selfie, sorrí með veðrið ykkar Ísland


11. júlí
Ókunnugur fingur að fótóbomba


11. júlí
Ferða-fjölskyldu-selfie, skip, rúta og tvær flugvélar í dag16. nóvember
Smá útivera í vetrarsólinni


27. desember
Allir út að leika


Árið 2014

Svona lýsti mamma mér á facebook árið 2014:

16. febrúar
Íslandsmeistarar
15. mars
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn17. maí
#pínusvekktar #samtsvoflottar #annadsæti #stoltmamma


22. júní


24. ágúst
Menningarhressing


6. september
Óvænt morgundekur frá @rosa.elisabet


20. september
25 stykki 12 ára stelpur komnar og farnar. Húsið ennþá í heilu lagi og þær skemmtu sér mjög vel. Heyrnin hlýtur að jafna sig.

5. desember
- What's your name?
- Erm... Rósa
-> Ambrosia


6. desember
Jóla-Skansen

8. desember
Fjúff


9. desember
Innleggsnótur í minningabankann
11. desember
Takk fyrir mig Stokkhólmur


miðvikudagur, júní 27, 2012

Ég á litla systur

Loksins er komið litla systkinið sem ég er búin að bíða eftir síðan 10. nóvember, þá skrifaði ég þetta í minnisbókina mína: "Guðmundur er búin að vera með lúnabólgu. Í skólanum í dag fórum við á skauta. En nú er komið að aðalatriðinu. Við sátum við borðið og vorum að borða k.m. Þá sagði pabbi að við værum að fá nýtt sæti í Hummerin, þá sagði Siggi til hvers. Mamma: fyrir nýja barnið. Hvaða nýja barn sagði ég. Ég er ólétt sagði mamma. Og þar með komst ég að nýja systkininu.Viðvörun - Uss! bók bannað að segja."

Og hún er komin, litla sæta systirin mín fæddist 9. júní. Hún er ótrúlega sæt og góð og mér finnst mjög gaman að halda á henni og passa hana. Alla vega þegar ég er heima, en svo er ég líka svolítið oft að leika við vinkonur mínar og gista hjá þeim og gera alls kyns skemmtilegt, enda er ég komin í sumarfrí.

mánudagur, mars 05, 2012

Stóra systir

Bráðum fæ ég lítið systkini! Ég er svo spennt, ég var búin að suða í mömmu og pabba ótrúlega lengi um litla systur (eða lítinn bróður, ég veit að það er ekki hægt að velja, en mig langar samt mest í systur). Svo sögðu þau mér loksins í nóvember að ég fengi lítið systkini næsta sumar, og þess vegna væri mamma alltaf bara liggjandi í sófanum á kvöldin því henni var víst eitthvað illt í maganum. Fyrst trúði ég þessu næstum ekki, og svo varð ég alveg ótrúlega spennt og glöð. Ég mátti ekki segja neinum frá fyrr en mamma væri búin að fara í sónar, svo ég taldi niður dagana og minnti mömmu á hverjum degi á hvað væri núna langt þangað til hún færi. Og núna bara tel ég niður þangað til í júní, suma daga finnst mér að nú geti ég ekki beðið lengur. Ég vil helst að litla barnið sofi inni hjá mér og ég ætla alltaf að passa það og vera ótrúleg góð stóra systir. Það er nefnilega miklu skemmtilegra að fá svona lítið krúttlegt systkini heldur en bróður sem er orðinn fimm ára og er bara með stæla og stríðir manni. Ég reyni líka að vera voða góð við mömmu, nudda hana og gefa henni vatn og svona þegar hún er þreytt, en stundum vil ég samt líka láta hana þjóna mér.

sunnudagur, desember 04, 2011

Fjölmiðlastjarna

Nú er ég bara alltaf í Stundinni okkar, ég nenni eiginlega ekki að horfa nema ég sé í henni. Fyrst sendu mamma og pabbi inn myndband af mér að lesa upp sögu sem ég hafði skrifað, og það var valið í Snillinga. Svo þegar ég var búin að fara og lesa söguna mína, þá fannst þeim í Stundinni okkar ég lesa svo vel, að þau eru tvisvar búin að hringja og biðja mig að lesa inn á annað atriði. Ég fer nú létt með það, mæti bara í stúdíó, sest við hljóðnemann, og les eins og ég hafi aldrei gert annað. Svo ætti ég nú að fara að skrifa hérna inn sjálf og hætta að láta mömmu gera það, ég er orðin svo flink að skrifa og er alltaf að skrifa stórskemmtilegar sögur.

miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Vinátta

Einu sinni voru þríburar. Þeir hétu: Óskar Anna og Sóley. Áhugamál Óskars voru: fótbolti og myndlist. Áhugamál Önnu voru prinsessur og antlits málun. Og áhugamál Sóleyar voru: gæludýr og útilegur. Pabbinn hét Arnar og mamman Dísa. Áhugamálið hans Arnars var: veiði. Og áhugamál Dísu var: fiskar.

Einn daginn sagði Sóley við mömmu sína og pabba. Mamma og pabbi við krakkarnir vorum að ræða samann og okkur langar í útilegu. Allt í lagi sagði Arnar. Við förum eftir 10mínotur. Drífið ykkur að pakka. Jibbí! sögðu allir krakkarnir. Svo lögðu þau af stað. Þau tjölduðu á fallegum stað í hallormsstaðaskógi. Þá sagði Arnar krakkar farið þið í fótbolta á meðan við mamma förum að veiða. Þau fóru í fótbolta. En þá heirðu þau kallað krakkar komið þið strax. Hvað mamma og pabbi spurðu þau. Það bet á hjá mér. En þetta var engin smá fiskur hann dró þau ofaní vatnið. Það var sæ land niðri í vatninu. Þá sagði fiskurinn ef þið viljið komast aftur heim þurfið þið að glíma við eina þraut. Allt í lagi sögðu þau. Þrautin er að þið þurvið að drepa beinhákarl. Svo fengu þau sæ öxi. Svo fóru þau út í Dauðahafið og fundu beinhákarl. Þau sögðu árás. Og drápu hann. Þá sagði fiskurinn þá það þið meigið fara heim. Svo fóru þau heim.

Endir

Grýlusaga

Einu sinni var kerling hún var kölluð Grýla. Gamla kerlingin beið ár eftir ár að fá mat. Þá alt í einu datt henni snylldar áætlun. Stekkjastaur farðu nú að koma þér í rúmið! Allt í lagi mamma! Svo lét hún eitur í glasið hans! Næsta morgun vaknaði Stekkjastaur með rauðar doppur um allan líkaman! æ æ mamma! Nú get ég ekki farið til bigða! he he! gott á þig hugsaði Grýla. Þá hoppaði Stúfur upp á Stekkja staur! Ég skal fara firir þig. Má ég það plís mamma gerðu það? ! nei!! öskraði Grýla. Þú ert of lítill! Mamma sagði Kerta sníkir má ég fara til byggða Jaaa? nei! sagði Grýla. oooo! sagði Kerta sníkir og kvegti í rassinum á Grýlu! Hún flaug út um gluggan. Þá fundu jóla sveinarnir meðal (pensilín) til að lækna Stekkja staur! og þar með líkur þessari sögu. Og anns viljið þið vita hvar Grýla er? Já hún er í maganum á ís byrni! Á norður pólnum. ENDIR

Litla mottan

Einu sinni var lítil motta. Við mottuna bjó lítill maður. Hann hjét herra Lítill. Firir honum var mottan stór stór frum skógur. Einu sinni ákvað herra Lítill að fara inn í frum skógin (sem var lítil motta) hann fékk sér hálfa baun og einn dropa af appelsínusafa í morgun mat svog labbaði hann af stað. Þegar hann var lagður af stað inn í mottuna þá mætti hann litlu leik fanga ljóni. Hann sagði: góðan dag litla ljón. Ljónið svaraði engu. Hann sagði aðeins hærra. góðan dag! Ljónið lét sem áður. Hann öskraði góðan dag fíluljón. Það hreivði sig ekki. Hrmpf! Dóni! sagði herra Lítill. Svog fór hann leingra inn í skógin. Þá hitti hann leik fanga slöngu. Hann sagði góðan dag. Hún svaraði eingu. Hún er víst eins og ljónið. Hann fór heim og sagði: Meiri dónarnir.

Bókasafns ferð

Einn fallegan sólríkan dag fóru sjö ára stúlkur gangandi á Bókasafn Garðabæjar. Á leiðini sáu þær svarta kisu með svarta ól með oddum. Þær sáu líka svartan stóran hund.

Skúnkurinn tíndist

Einu sinni var skúnkafjölskilda. Í fjölskilduni voru: mammaskúnkur pabbiskúnkur og svo litlu tvíburarnir Rámur og Skrámur. Einn dagin tíndist Skrámur litli. Hann hafði farið einsamall út í skó. Til að safna forða firir fjölskilduna. En skógurinn var svo þéttur að hann tíndist. Svo kom niðamirkur hann hafði fundið fult af ávöxstum en þegar hann ætlaði að fara heim heirði hann þrusk svo kígti hann bakvið runnan... Þar var mamma.

Tröllið í fjallinu

Eitt sinn firir óra laungu var fjall samkvæmt þjóþsöguni bjó tröll í fjallinu firir neðan fjallið var bær. Stúlka ein bjó á bænum einn dægin heirði stúlkan hátt fótatak stúlkan leit skelvingu lostin upp og fór heim til að seiga hinum að hún hafði séð tröllið í fjallinu.

Landið

Ég fór í útilegu um allt land. Ég var með: mömmu pabba Sigurði Guðmundi og Gabríeli. Á Egilsstöðum í Hallormstaðaskógi fór ég til vinkönu mömmu í kvöldmat.

Herra blíantur skósveinn

Einu sinni firir langa löngu þegar ingólfur arnarson var ekki komin til íslands. Voru bara til blíantar. Í blíantaþorbinu austur á landi bjó: Herra blíantur skósveinn. Mamma blíantur og pabbi blíantur. Einn daginn ætlaði mamma blíantur að fara með götótta skó. (Meira náði ég því miður ekki að skrifa niður af þessari sögu).

miðvikudagur, febrúar 03, 2010

Ekta manneskja

Stundum fer litli bróðir frekar mikið í taugarnar á mér og þá á ég það til að taka af honum gömlu smábarnabækurnar mínar. En um daginn í bílnum vorum við að skoða gamla bók sem ég átti einu sinni, og það lá eitthvað svo ótrúlega vel á mér að ég sagði við mömmu, "mamma einu sinni átti ég þessa bók, en nú er ég búin að gefa Guðmundi hana af unaðslegri manngæsku minni". Þetta fannst mömmu eitthvað spaugilegt, svo ég bætti við, "ég er bara að reyna að tala eins og ekta manneskja, maður má nú tala eins og ekta manneskja!".

föstudagur, nóvember 20, 2009

Smá misskilningur

Ég var í búðinni með mömmu og þar var skilti sem á stóð tilboð - suðusúkkulaði. Þetta fannst mér kostulegt. Mamma, sagði ég, það er ekki til neitt sem heitir suðusúkkulaði! Mamma var svolítið hissa þar sem þetta var lengi vel eina nammið sem ég borðaði. Nei, sagði ég, það heitir suðuRsúkkulaði. Af því það kemur frá Suðurlandi. Mamma er ennþá eitthvað að hlæja að þessu, en ég er alveg viss í minni sök, það heitir suðuRsúkkulaði.

laugardagur, september 19, 2009

Sjö ára


Það var svo mikið að gera í afmælishaldi hjá mér í gær að ég mátti bara ekkert vera að því að segja frá því! Ég byrjaði á því að vakna við afmælissöng og fékk að opna einn pakka. Og í honum reyndist vera það sem ég óskaði mér allra mest, miðar á Söngvaseið. Og það meira að segja á sýningu sama dag og á fremsta bekk! Það var reyndar þýddi að ég þurfti að fara snemma úr afmælisveislunni sem ég var búin að bjóða öllum í bekknum í, en það var nú allt í lagi.

Ég fór svo í skólann og átti afskaplega góðan dag þar, allar vinkonur mínar kepptust um að fá að sitja hjá mér og knúsa mig og gefa mér föndraðar afmælisgjafir, það er sko ekki amalegt að eiga svona góðar vinkonur. Mamma sótti mig svo snemma og við fórum að undirbúa veisluna. Í veislunni var ratleikur, regnbogakökur og rice crispies nammiskálar, og svo horfðum við á Pétur Pan í bíóinu. Og ég fór síðan fyrst af öllum úr afmælinu til að fara í leikhúsið. Mér fannst alveg jafn skemmtilegt og þegar ég fór með ömmu síðasta vor, ég var sko alveg síðan þá búin að óska þess að fá miða á Söngvaseið í afmælisgjöf.

Þetta var semsagt alveg frábær afmælisdagur og ég var ótrúlega ánægð með hann!

mánudagur, september 07, 2009

Tannlaus


Svona er ég nú flott núna :-) Ég er byrjuð aftur í skólanum eftir aldeilis fínt sumarfrí, við rúntuðum fram og aftur um landið í Hummernum í fjórar vikur og gerðum margt margt skemmtilegt. Ég fékk líka að fara á skátanámskeið og það var algjört æði, ég fór í sund í Nauthólsvík, hjólandi að Vífilsstaðavatni og þar á kajak, og meira að segja í útilegu yfir nótt. Svo fannst mér líka mjög gaman að mæta aftur í skólann og hitta allar vinkonurnar, og heldur betur spennandi að fá heimaverkefni! Og nú styttist bara í afmælið mitt. Ég veit alveg hvað mig langar mest af öllu í í afmælisgjöf, það er nefnilega miðar á Söngvaseið. Ég fékk að fara með ömmu síðasta vor og alveg síðan þá hef ég beðið eftir því að afmælið mitt komi og óskað mér þess mest af öllu í afmælisgjöf að fá að fara aftur.

þriðjudagur, maí 26, 2009

Talandi dír og hlutir

Ég hef nú ekki mikið komist að til að skrifa undanfarið, það snýst allt hérna um þennan fótbrotna bróður minn. Eins og mér líði ekki líka stundum illa! Svo er hann ótrúlega nískur. En ég er samt eiginlega alltaf mjög góð við hann, dugleg að leika við hann og svoleiðis. Svo var ég nú svo heppin að fá að fara með honum á leikstofuna á spítalanum og hitta Hring ísbjörn og föndra mósaíkmyndir og fleira skemmtilegt, svo þetta hefur nú líka haft sína kosti. En nú er hann kominn heim og byrjaður í aðlögun aftur í leikskólanum. Annars ætlaði ég alls ekkert að skrifa um hann, heldur ætlaði ég að segja ykkur frá því að ég er ótrúlega spennt því ég er að fara í vorferð með skólanum mínum á morgun. Við förum á Eldborg á Snæfellsnesi og verðum í tvær nætur. Ég fór líka í svona ferð í fyrra og það var alveg frábært, þá fórum við í Vatnaskóg.

Svo ætlaði ég líka að deila með ykkur sögu sem ég skrifaði í skólanum, hún er orðrétt svona:

Talandi dír og hlutir
Fór ég úti í götu hitti talandi fötu fór hún eins og í lötu.
Dægin eftir sá ég belju á svelli
Geit pakkar vasa inn
Beljan sagði þetta er skautadans!
Geitin sagði ég er að pakkinn vasa!

sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilega páska

Það er búið að vera geggjað fjör hjá okkur í páskafríi á Akureyri! Ég er búin að vera rosa dugleg á skíðum og renna mér um allt í fjallinu, mest með Silju og Önnu Margréti. Í dag hitti ég svo hana Kristínu Kolku vinkonu mína í fjallinu og við renndum okkur um allt með mömmu hennar. Svo fékk ég að fara með henni í matarboð langt fram á kvöld, þvílíkt fjör og partístand á manni! :-) Ég er líka búin að fara í sund og búin að leika mikið bæði úti og inni með bræðrum mínum og frændsystkinum, við fengum að hjálpa strákunum að búa til ótrúlega flott snjóhús og erum búin að brasa ýmislegt. Það er samt stundum dálítið erfitt að vera yngst, ja fyrir utan náttúrulega Guðmund Stein sem er hvort sem er bara moli, en að mestu leyti hefur þetta gengið mjög vel hjá okkur og verið skemmtilegt.

fimmtudagur, mars 26, 2009

Um straff

Mamma veistu hvað straff er, spurði ég. Jú mamma kannaðist við það, þá mætti maður ekki gera eitthvað. Já, ég útskýrði betur fyrir henni að það væri þegar maður mætti ekki fara til vinkonu og sund og svoleiðis. Nema í skólasund, það má. En mamma það þarf ekki að hafa straff hjá okkur, bætti ég við, það er alveg nóg að hafa hlé!

Annars fann mamma miða sem ég hafði skrifað á umsagnir um alla í fjölskyldunni, það var svona:
Gabríel = loðni
Guðmundur = kjáni
Sigurður = góði
Rósa = snjalla
mamma = besta
pabbi = klári

Mamma var nú glöð að sjá að mér finnst hún ekki alltaf vera versta mamma sem hægt er að hugsa sér ;-)

fimmtudagur, mars 19, 2009

Fyrsta handboltamótið


Ég keppti á fyrsta handboltamótinu mínu um daginn og það var svo gaman! Við kepptum þrjá stutta leiki, fjórar saman í liði og skiptumst á að vera í marki. Ég skoraði mark, var ekkert smá ánægð með það :-) Og ég var ótrúlega dugleg að hlaupa til baka úr sókn til baka í vörnina, enda var ég orðin eldrauð í framan eftir síðasta leikinn og var bara í dágóða stund að jafna mig. En þetta var frábært og ég get ekki beðið eftir að fá að keppa aftur á móti. Ég ætla líka að vera í landsliðinu þegar ég verð stór, eins og þjálfarinn minn.

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

GSM-síma búningurinn minn


Þennan síma föndraði ég með barnapíunni minni í gærkvöldi. Hann var pínu óþægilegur, ég gat t.d. ekki setið eða borðað í honum, svo ég tók hann bara með í skólann og fór í hann í smástund þar, en aðallega var ég í beinagrindarbúningnum hans Sigurðar Péturs, og í draugabúningi úr sængurveri þar yfir. Ég var mjög draugaleg og hræðileg!