fimmtudagur, mars 26, 2009

Um straff

Mamma veistu hvað straff er, spurði ég. Jú mamma kannaðist við það, þá mætti maður ekki gera eitthvað. Já, ég útskýrði betur fyrir henni að það væri þegar maður mætti ekki fara til vinkonu og sund og svoleiðis. Nema í skólasund, það má. En mamma það þarf ekki að hafa straff hjá okkur, bætti ég við, það er alveg nóg að hafa hlé!

Annars fann mamma miða sem ég hafði skrifað á umsagnir um alla í fjölskyldunni, það var svona:
Gabríel = loðni
Guðmundur = kjáni
Sigurður = góði
Rósa = snjalla
mamma = besta
pabbi = klári

Mamma var nú glöð að sjá að mér finnst hún ekki alltaf vera versta mamma sem hægt er að hugsa sér ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli