föstudagur, janúar 30, 2004

Miklu betri

Mikið á hann Alexander Fleming allt gott skilið fyrir að finna upp pensillínið. Mér líður miklu betur og er búin að sofa vært alla nóttina núna tvær nætur í röð. En ég er samt ennþá með vondan hósta og slím ofan í mér, svo læknirinn vildi að ég fengi púst. Það finnst mér ekki gaman.

Annars svo ég segi ykkur frekar eitthvað skemmtilegt, þá er ég auðvitað alltaf á fullu að læra ný orð. Nú get ég sagt nafnið á dagmömmunni minni, Katrín (dadlí). Ég kann líka að segja kitla (dihdli), mér finnst nefnilega mjög gaman að láta kitla mig og ekki síður finnst mér gaman að láta kitla einhvern annan. Svo er ég orðin mjög flink í að búa til tveggja orða setningar; halló pabbi, bless pabbi, bless fugl (iss bubbi) og bless margt fleira. Og auðvitað hið sívinsæla hvar er eitthvað; hvar er snudda, hvar er pabbi, hvar er mamma, hvar er fuglinn (haaaa bubbi), o.s.frv.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Hann átti afmæli í gær...

hann Sigurður Pétur, til hamingju með það elsku stóri bróðir. Á eftir kemur hann og opnar pakkann frá mér og þá fæ ég að knúsa hann. Annars getum við mamma lítið skrifað núna, að minnsta kosti lítið af viti, því við sváfum svo ósköp lítið síðustu tvær nætur. Ég er nefnilega með hræðilega eyrnabólgu í öðru eyranu mínu svo að það kom gat á hljóðhimnuna í gær. Ég er búin að fá sýklalyf en samt vaknaði ég klukkan fimm í morgun og gat ekki sofið lengur af því mér var svo illt, vonandi virka lyfin fljótt svo við getum öll sofið vært næstu nótt.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Nýjar myndir og nýtt skipulag

Ég er að reyna að ná einhverri stjórn á myndunum hjá okkur og koma einhverjum þeirra út á netið en gengur illa að hafa undan Markúsi sem er alveg óður með nýju myndavélina. Alla vega þá er komin ný myndasíða með hlekkjum á öll albúmin og komið nýtt albúm með myndum frá aðventu og jólum. Fleiri myndir eru svo vonandi væntanlegar fljótlega.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Meira mas

Við mamma bættum nokkrum orðum við listann hérna fyrir neðan, við gleymdum nokkrum dýrum og líka bolta, sem er frekar kjánalegt að gleyma því ég er búin að kunna það mjög lengi. Ég er alltaf að æfa mig í að tala núna, bendi á alla hlutina í kringum mig og segi hvað þeir heita eða segi anna ef ég veit það ekki. Svo bendi ég líka á fólkið í kringum mig og segi hvað það heitir og ég er meira að segja að byrja að reyna segja hvað ég heiti, sem er enna eða eitthvað svoleiðis.

Ég er náttúrulega búin að gera margt skemmtilegt um jólin, á Þorláksmessu og aðfangadag vorum við hjá ömmu og afa í Hjallabrekku, mér fannst nú ekki leiðinlegt að vera eins og drottning í rosa fína jólakjólnum mínum og var líka afskaplega stillt og prúð, enda ekki annað hægt þegar maður er svona fínn. Á jóladag var ég í jólaboði hjá Silju frænku og á annan í jólum kom Sigurður Pétur og við opnuðum fleiri pakka. Ég fékk margt fínt í jólagjöf, rosa fína kápu og húfu og vettlinga við, ég er sko alveg eins og rússnesk keisaraynja í því, og alls kyns föt og leikföng sem ég er búin að hafa afskaplega gaman af. Svo kom óveður og ég fór á jólaball og strax eftir jólaballið keyrðum við til Akureyrar í óveðrinu. Mér fannst það nú ekkert rosalega skemmtilegt en pabbi og mamma sungu fyrir mig þangað til ég sofnaði loksins einhvers staðar uppi á Holtavörðuheiði og svaf alla leiðina til Akureyrar. Það var mikið fjör á Akureyri hjá ömmu og afa, fullt af krökkum, góðum mat, kleinum og alls kyns fíneríi. Svo þegar jólin voru búin þá keyrðum við aftur heim og allt fór að ganga sinn vanagang, ég var voða glöð að fara aftur til Katrínar dagmömmunnar minnar og hitta aftur vini mína þar. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að spjalla við mömmu um hvað ég hafi gert hjá dagmömmunni og við hverja ég hafi verið að leika, þá spyr hún hvort ég hafi leikið við þennan og hinn og hvort við höfum leikið með þetta og hitt, og ég segi jamm og ef hún hættir þá segi ég meija. Ég veit nefnilega alveg hvað mér þykir skemmtilegt og kann líka alveg að láta vita af því. Til dæmis er ég orðin hundleið á Dvel ég í draumahöll sem mamma var alltaf að syngja þegar ég fór að sofa, nú vil ég bara láta syngja mu-mu-mu. Helst myndi ég vilja að mamma væri hjá mér að syngja mu-mu-mu alveg þangað til ég sofna.

föstudagur, janúar 02, 2004

Orð af orði

Í tilefni af nýju ári og áramótaheitum um að vera duglegri við hitt og þetta, ætlum við mamma loksins að reyna að taka saman orðaforðann minn, ég er nefnilega farin að kunna fullt af orðum þó stundum segi ég þau aðeins öðru vísi en aðrir.

jæja
takk (dah)
nei
já (amm)
vaaaá
æ-æ
datt

halló (ajó)
bless (iss)
sitja (affa)
smekkur (datti)
seríos (isi)
kex (iss)
kaka (gúgú)
skeið (dei-i)
drekka (datta)
brauð/borða (bauja)
smjör (nana)
banani (nana)
kleina (geija)
meira (meija)
búið (buja)
snudda (dudda)
bleyja (beija)
pabbi
mamma
afi
amma
Sigurður Pétur (ana)
dansa (asa)
hundur (affa)
kisa (maaa)
kusa (muu)
fiskur (bobobb)
fugl (búbba)
svín (khr)
krókódíll (khr)
hestur (hnegghljóð)
kind (meheheh)
bolti (dahta)
bíll (brumma)
kerra/keyra (geija)
munnur (munnu)
nef (nene)
auga (auja)
eyra (eija)
enni
húfa (vúa)
vettlingar (datti)
sokkar (gakka)
peysa (issa)
jólasveinn (óvóv)
flugvél (úa)
stubbarnir (dutta)
Lala (jaja)
Núnú