þriðjudagur, maí 26, 2009

Talandi dír og hlutir

Ég hef nú ekki mikið komist að til að skrifa undanfarið, það snýst allt hérna um þennan fótbrotna bróður minn. Eins og mér líði ekki líka stundum illa! Svo er hann ótrúlega nískur. En ég er samt eiginlega alltaf mjög góð við hann, dugleg að leika við hann og svoleiðis. Svo var ég nú svo heppin að fá að fara með honum á leikstofuna á spítalanum og hitta Hring ísbjörn og föndra mósaíkmyndir og fleira skemmtilegt, svo þetta hefur nú líka haft sína kosti. En nú er hann kominn heim og byrjaður í aðlögun aftur í leikskólanum. Annars ætlaði ég alls ekkert að skrifa um hann, heldur ætlaði ég að segja ykkur frá því að ég er ótrúlega spennt því ég er að fara í vorferð með skólanum mínum á morgun. Við förum á Eldborg á Snæfellsnesi og verðum í tvær nætur. Ég fór líka í svona ferð í fyrra og það var alveg frábært, þá fórum við í Vatnaskóg.

Svo ætlaði ég líka að deila með ykkur sögu sem ég skrifaði í skólanum, hún er orðrétt svona:

Talandi dír og hlutir
Fór ég úti í götu hitti talandi fötu fór hún eins og í lötu.
Dægin eftir sá ég belju á svelli
Geit pakkar vasa inn
Beljan sagði þetta er skautadans!
Geitin sagði ég er að pakkinn vasa!

2 ummæli:

  1. Nafnlaus9:31 e.h.

    þetta er nú eiginlega nær því að vera ljóð en saga og mætti örugglega flokka með hávísindalegum hætti inn í einhverja bókmenntastefnuna - afar ljóðrænt og súrrealískt...

    SvaraEyða
  2. Já, þetta ber keim af da-da stefnu og póstmódernisma hjá þér!!

    SvaraEyða