föstudagur, ágúst 19, 2005

Hann á afmæli í dag

Elsku besti pabbi minn á afmæli í dag, húrra fyrir honum! Við systkinin sungum hátt og snjallt fyrir hann í morgun (tvisvar meira að segja), og svo gáfum við honum pakka og ég var svo góð að opna alla pakkana fyrir hann. Ég vildi nú fá að fara í kjól í leikskólann í tilefni dagsins, en mamma vildi endilega að ég færi í skólafötin mín. Ég fæ hins vegar að fara í kjól á morgun og þá kemur Silja frænka mín í veislu, húrra húrra!!!

1 ummæli: