föstudagur, október 06, 2006

Lengi er von á einum

Haldið þið að ég sé ekki bara komin með eyrnabólgu! Það er nú orðið langt síðan síðast, ætli það hafi ekki bara verið síðasta haust þegar ég fékk sýkingu undan rörinu sem átti að vera farið. Mér finnst alveg frábært að fá eyrnabólgu, þá fæ ég að fara til læknis og taka meðal. Það er bara eitt af því skemmtilegasta sem ég veit. Að vísu fannst mér ekkert gaman í gærkvöldi að vera illt í eyranu, það var svolítið erfitt að sofna, en svo fékk ég verkjalyf og þá leið mér betur.

Ég er að fara að halda aðra afmælisveislu um helgina, um daginn var það fyrir leikskólavinkonur mínar og núna verður fyrir frænkur mínar og frændur, og vini mína eins og ömmu og afa og svoleiðis. Ég hélt að þá yrði ég fimm ára, en svo útskýrði mamma fyrir mér að ég verð víst áfram fjögurra ára.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli