föstudagur, nóvember 28, 2008

Auglýsingaleikurinn

Um daginn þegar við vorum að horfa á Útsvar kenndi mamma mér auglýsingaleikinn. Mér fannst hann geggjað skemmtilegur, eiginlega skemmtilegri en Útsvar svo ég beið spennt eftir næstu auglýsingum. En nú er náttúrulega sá árstími þegar meirihlutinn af auglýsingum eru bókaauglýsingar, svo þetta verður stundum pínu einhæft. Nokkrum dögum seinna þegar ég var búin að fá mjög margar bækur í auglýsingaleiknum þá varð mér að orði, ég verð bara að fara að leggjast upp í rúm og lesa! Mér finnst líka svo gaman að lesa, ég er til dæmis farin að stelast til að lesa uppi í rúmi þegar ég á að vera farin að sofa, eins og mamma man líka eftir að hafa gert þegar hún var sex ára :-)

5 ummæli:

  1. Endielga deildu með mér hvað auglýsingaleikurinn er - finnst þessi hlé svo oft vera bara til leiðinda :-)

    SvaraEyða
  2. Á ég að trúa því að þú kunnir ekki auglýsingaleikinn? Það er mjög einfalt, gengur bara hringinn þannig að sá sem er að gera fær það sem er verið að auglýsa og sá sem á að gera þegar auglýsingarnar enda hann tapar. Það þarf stundum ekki mikið til að skemmta manni :-)

    SvaraEyða
  3. Og sá sem fær gömlu hippalegu jóla-kók-auglýsinguna vinnur messsst.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus12:55 e.h.

    Mér finnst líka gaman að stelast til að lesa þegar ég á að vera farin að sofa >:)

    (eða kannski meira skoða myndirnar í bókunum mínum)

    SvaraEyða
  5. Fyndið - auglýsingaleikurinn sem ég fór oft í með Alla (þegar hann var lítill, of kors) var þannig að næsta auglýsing var það sem var uppáhalds eitthvað hjá mér eða honum, gekk bara koll af kolli. Fyndnast fannst mér þegar það komu kannski uppáhaldsdrykkur og það kom klósetthreinsiefnisauglýsing... Alla fannst það að vísu lítið fyndi :-/

    SvaraEyða