þriðjudagur, september 30, 2003

Alltaf eitthvað nýtt

Ég er alltaf að koma mömmu á óvart með einhverju nýju sem ég er búin að læra hjá dagmömmunni. Til dæmis er ég farin að kunna smá hreyfingar við lagið um hérahjónin, ég kann að hneggja eins og hestur og láta bíla keyra. Í gær lærði ég nýtt orð hjá dagmömmunni, bih-pí. Ég veit ekki alveg hvað þýðir ennþá, en á meðan ég kemst að því ætla ég bara að prófa að nota það um sem flesta hluti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli