miðvikudagur, október 15, 2003

Ó mig auma

Aumingja ég er svo hræðilega lasin. Ætli ég sé ekki komin með flensuna sem er víst óvenju snemma og óvenju slæm í haust. Ég vaknaði klukkan sex í morgun og mér leið bara hræðilega, mamma mældi mig og ég var með 41 stigs hita og ég bara skældi og kallaði á mömmu og leið voðalega illa. Svo fékk ég stíl og eftir smástund leið mér aðeins betur svo ég gat sofnað aftur og svaf alveg til tíu, það var nú gott. Þá var ég nú bara orðin sársvöng og borðaði fullt af graut, svo horfði ég smá á barnatíma undir sænginni minni og lék mér smá, en ég er samt voða slöpp og finnst svolítið erfitt að vera til. Áðan var síðan hitinn farinn að hækka aftur svo mamma gaf mér nýjan stíl og lagði mig í rúmið mitt, þetta er örugglega í fyrsta skipti sem ég fer ekki út að sofa síðan ég var bara 3 mánaða eða eitthvað. En mér fannst ósköp gott að leggjast í rúmið mitt, vonandi bara er þetta ekki mjög löng flensa, og vonandi verða pabbi og mamma ekki lasin líka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli