miðvikudagur, október 08, 2003

Sko mig

Ég get klifrað upp í báða sófana alveg sjálf. Þá get ég loksins komst sjálf upp í hvíta sófann og hlaupið þar fram og til baka og hent mér út í hliðarnar. Þetta finnst mér alveg rosalega gaman sko, mamma verður nú alltaf eitthvað stressuð og reynir að halda í mig svo ég geti ekki dottið niður á gólf, en þá er þetta ekkert spennandi. Annars er helst frá því að segja að mamma og pabbi eru alltaf sömu svefnpurrkurnar, núna sef ég reyndar oftast til sjö og stundum aðeins lengur, en í morgun var ég búin að sofa klukkan sex og ég ætlaði aldrei að ná að reka mömmu á lappir. Jæja en það tókst loksins klukkan hálfsjö og þá fékk ég loksins eitthvað að borða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli