föstudagur, apríl 02, 2004

Læknisheimsókn

Við mamma fórum til hans Einars skemmtilega læknis áðan, hann kíkti í eyrun mín, nefið og hálsinn og ég var auðvitað ótrúlega dugleg eins og alltaf. Ég er með smá kvef og þar af leiðandi er ég að fá eyrnabólgu eins og venjulega, hún er eiginlega ekki alveg komin en næstum því, svo ég fæ meðal til að losa mig við hana. Svo þarf ég nefnilega að vera orðin vel frísk eftir tvær vikur því þá ætlar hann Einar að taka nefkirtlana mína og setja rör í eyrun. Þá hætti ég vonandi að fá allar þessar eyrnabólgur. Þó ég verði svo sem ekkert mikið lasin, þá er samt vont að vera alltaf með eitthvað pjæ í eyrunum og heyra ekki nógu vel, og það er heldur ekki nógu gott að vera alltaf að fá meðal.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli